Afmæliskylfingur dagsins: Mike Sullivan —— 1. janúar 2020
Afmæliskylfingur Nýársdags í ár, 2020 var Mike Sullivan en hann er fæddur 1. janúar 1955 og átti því 65 ára afmæli í gær, þegar Golf 1 var í nýárs fríi. Hann heitir fullu nafni Michael James Sullivan og fæddist í Gary Indiana. Hann spilaði m.a. í bandaríska háskólagolfinu fyrir University of Florida. Mike Sullivan gerðist atvinnumaður í golfi 1975 og sigraði 4 sinnum á atvinnumannsferli sínum, þar af þrívegis á PGA Tour. Besti árangur hans í risamótum er T-12 árangur á PGA Championship. Hann spilaði síðan á öldungamótaröð PGA Tour, þ.e. Champions Tour og var besti árangur hans þar T-9 árangur árið 2005 þ.e. á Blue Angels Classic mótinu. Sullivan átti við bakmeiðsli að stríða allan feril sinn og hefir ekki spilað keppnisgolf á atvinnumannsstigi frá árinu 2006. Hann býr í dag í Ocala, Flórída.
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli Nýársdag 2019 eru: Gestur Már Sigurðsson, 1. janúar 1964 (56 ára); Guðrún Ólöf Þorbergsdóttir, 1. janúar 1964 (56 ára); Paul Lawrie, 1. janúar 1969 (51 árs); Eysteinn Magnús Guðmundsson 1. janúar 1972 (48 ára); Keilir Vopnason (44 ára); Baldvin Njálsson, 1. janúar 1988 (32 ára) …… og ….. Emil Thorarensen
Fjöldi fyrirtækja sem eru vinir Golf1 eiga einnig afmæli í dag, Nýársdag: Ódýr Föt Til Sölu · 26 ára; Portugal Golf Show · 28 ára; Tuddi Útgáfa · 29 ára; Björgvin EA · 31 árs; Helgin. Is · 31 árs; Gk Snyrtistofa, Líkamsræktarstöðin Hress · 32 ára; Sjálfstæðu Leikhúsin · 34 ára; Nokiaonice Tónlistarhátíð · 34 ára; Konur Fallegar · 38 ára; Utadborda Is · 39 ára; Föt Og Fl · 39 ára; Sölusíða Nærfatnaður Og Fl · 45 ára; Gaby Golf Campanario · 47 ára; Smekkleysa Plötubúð · 49 ára; Fallegustu Konur Íslands Ísland · 49 ára; Fjölnir Su · 55 ára; Listamannakomplex Skipholti · 59 ára; Heaton Park · 107 ára; Tálknafjörður Myndir · 114 ára og Freri Re.
Loks eiga tveir golfklúbbar á Íslandi afmæli í dag: facebooksíða Golfklúbbsins Odds (27 ára afmæli) – Stofndagur GO er í raun 14. júní 1993! og Golfklúbbur Hornafjarðar 48 ára (GHH var stofnaður Nýársdag 1971).
Golf 1 óskar kylfingum sem og öðrum sem afmæli eiga í dag, afmælisgolfklúbbunumog fyrirtækjum sem og öðrum sem afmæli eiga Nýársdag innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
