
Afmæliskylfingur dagsins: Martin Kaymer – 28. desember 2011
Það er nr. 4 á heimslistanum, þýski PGA risamótstitilshafinn Martin Kaymer, sem er afmæliskylfingur dagsins. Kaymer fæddist 28. desember 1984 í Düsseldorf í Þýskalandi og er því 27 ára í dag. Hann heldur heimili bæði í Mettmann í Þýskalandi og í Scottsdale, Arizona og æfir í eyðimörkinni þar – en við þannig aðstæður virðist hann kunna vel við sig s.s. 3 sigrar hans á Evrópumótaröðinni í Abu Dhabi bera vitni um. Kaymer gerðist atvinnumaður 2005 og hefir á þeim tíma sigrað 18 sinnum, þar af 10 sinnum á Evrópumótaröðinni. Fræknasti sigur hans til þessa er þó á PGA Championship risamótinu, árið 2010 og eins var hann í sigursælu Ryder Cup liði Evrópu sama ár.
Afmæliskylfingurinn okkar komst m.a. í fréttirnar í desember fyrir ári síðan, þegar hann ákvað að draga sig úr Chevron móti Tiger Woods og vera þess í stað kaddý fyrir kærestu sína Alison Micheletti, sem spilaði golf með Furman háskóla (sama háskóla og Ingunn Gunnarsdóttir, GKG, stundar nám í og spilar með golfliði skólans). Micheletti komst ekki í gegnum niðurskurðinn í Q-school LET, en sýndi mikla framför þann dag sem Kaymer var á pokanum hjá henni, þ.e. spilaði fyrri hringinn á 89 höggum en seinni með Martin á pokanum á 76. Hér má sjá mynd af þeim skötuhjúum:
Afmæliskylfingurinn okkar vann það einstaka afrek eitt sinn að spila á 59 höggum á Habsberg Classic, þ.e. 22. júní 2006 meðan hann spilaði enn á EDP túrnum. Hér má sjá skorkort Martin Kaymer á frábæra 59 högga hring hans, upp á -13 undir pari, en það eru ekki margir kylfingar, sem hafa „breakað“ 60 úti á golfvelli og hvað þá í móti eins og Kaymer gerði:
Hola | 1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 | Út | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | Inn | Samt. |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Par | 4 | 3 | 4 | 5 | 4 | 4 | 4 | 3 | 5 | 36 | 4 | 5 | 3 | 4 | 4 | 4 | 3 | 5 | 4 | 36 | 72 |
Skor | 4 | 4 | 3 | 4 | 3 | 3 | 4 | 2 | 4 | 31 | 3 | 3 | 2 | 4 | 3 | 3 | 2 | 5 | 3 | 28 | 59 |
Loks má hér sjá myndskeið með fallegri golfsveiflu afmæliskylfingsins Kaymers: MARTIN KAYMER Í SVEIFLU
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Peggy Wilson, 28. desember 1934 (77 ára); Hubert Myatt Green, 28. desember 1946 (65 ára); Sigríður Snorradóttir, 28. desember 1960.
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- janúar. 18. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðný María Guðmundsdóttir – 18. janúar 2021
- janúar. 18. 2021 | 12:00 Hver er kylfingurinn: Kevin Na?
- janúar. 18. 2021 | 01:30 PGA: Na sigraði á Sony Open
- janúar. 18. 2021 | 00:01 Thomas missir Ralph Lauren sem styrktaraðila
- janúar. 17. 2021 | 21:00 GA: Lárus Ingi kylfingur ársins 2020
- janúar. 17. 2021 | 20:00 Tiger: „Hún brosir ekki núna!“
- janúar. 17. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Birnir Valur Lárusson – 17. janúar 2021
- janúar. 17. 2021 | 07:00 PGA: Brendan Steele leiðir f. lokahringinn á Sony Open
- janúar. 16. 2021 | 20:00 Eru Phil og Tiger vinir?
- janúar. 16. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (3/2021)
- janúar. 16. 2021 | 19:30 DeChambeau forðast að ræða tengsl sín við Trump
- janúar. 16. 2021 | 18:00 Ingi Þór Hermannsson heiðraður á Íþróttahátíð Garðabæjar
- janúar. 16. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Kristján Þór Gunnarsson – 16. janúar 2021
- janúar. 16. 2021 | 08:00 PGA: Taylor tekur forystuna í hálfleik
- janúar. 15. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Sirrý Hallgríms — 15. janúar 2021