Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 8. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Margrét Sigmundsdóttir – 8. apríl 2023

Það er Margrét Sigmundsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Margrét er fædd 8. apríl 1964 og er félagi í Golfklúbbnum Keili (GK) í Hafnarfirði.

Margrét hefir tekið þátt í mörgum opnum mótum með góðum árangri t.a.m. Art Deco 2011, þar sem hún var meðal efstu á 31 punkti hún var með 28 pkt. í Nurse Open 2011, en 9. júní 2006 sigraði hún það mót, sem þá var haldið á Bakkakotsvelli. Eins varð Margrét fyrst kvenna til þess að vinna Rauða Jakkann eftirsótta á Haukamótinu í ágúst 2009, en metþátttaka var í mótinu eða um 119 keppendur. Margrét varð í 1. sæti í punktakeppninni með 42 glæsilega punkta.

Margrét er gift Helga Ásgeiri Harðarsyni.

Komast má af Facebook síðu afmæliskylfingsins hér fyrir neðan til þess að óska henni til hamingju með afmælið:

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jim Barnes, f. 8. apríl 1886 – d. 24. maí 1966; Dugan „Doog“ Aycock, f. 8. apríl 1908 – d. 23. mars 2001; Norman Joseph Ogilvie, 8. apríl 1974 (49 ára); Gordon Sherry, 8. april 1974 (49 ára) …. og ….

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is