Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 18. 2011 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Marga Stubblefield – 18. nóvember 2011

Marga Stubblefield er afmæliskylfingur dagsins en hún fæddist 18. nóvember 1951 og á því 60 ára stórafmæli í dag. Marga spilaði sem áhugamaður í bandaríska háskólagolfinu með University of Hawaii. Hún komst á LPGA 1976 og spilaði á túrnum á árunum 1976-1984 og átti síðan stutta endurkomu á LPGA á árunum 1990-1991.  Marga er ekki með þekktari kylfingum – hún vermdi sjaldan efstu sætin. Besti árangur hennar á LPGA er að deila 7. sætinu í móti 1981, en helsta afrekið er að hafa haft atvinnu af golfinu, sem hún hefir reyndar enn, því hún er vinsæll golfkennari í Hawaii. Á dögum sínum í atvinnugolfinu var hún auk þess með nokkra góða styrktarsamninga m.a. við golfklæðnaðarframleiðandann Parelle Golf Wear.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.:  Jill Briles-Hinton, 18. nóvember 1962 (49 ára).

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is