Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 24. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Lydia Ko ———— 24. apríl 2017

Það Lydia Ko, sem er afmæliskylfingur dagsins hér á Golf1.is. Lydia er fædd 24. apríl 1997 og á því 20 ára stórafmæli í dag. Hún var nýlega í fréttum fyrir hversu illa henni helst á kylfusveinum – Sjá frétt Golf 1 um það með því að SMELLA HÉR: – en nýjasta fréttin er að hún hafi fundið nýjan, en hann var valinn Kaddý ársins 2016 á LPGA og heitir Peter Godfrey og er 10. kylfusveinninn hennar.  Ko er sem stendur nr. 1 á Rolex heimslista kvenna. Hún hefir á unga aldri sigrað í 19 mótum þar af 14 á LPGA og þ.á.m. tvívegis á risamótum.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Robert J. „Bob” Lunn 24. apríl 1945 (72 ára); Óli Viðar Thorstensen, GR, 24. apríl 1948 (69 ára); Ásdís Rafnar, GR, 24. apríl 1953 (64 ára); Bjarki Sigurðsson, GO, 24. apríl 1965 (52 ára); Lee Westwood, 24. apríl 1973 (44 ára); Jason Bohn, 24. apríl 1973 (44 ára); Jonas Blixt, 24. apríl 1984 (33 ára);

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum, sem og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is