Laura Davies Afmæliskylfingur dagsins: Laura Davies ——– 5. október 2014
Afmæliskylfingur dagsins er golfdrottningin Laura Davies. Laura fæddist 5. október 1963 í Coventry, Englandi og á því 51 árs stórafmæli í dag!!! Á löngum atvinnmannsferli sínum hefir Laura sigrað í 84 mótum þar af 20 á LPGA og 45 á LET og á hún met yfir flest unnin mót á LET. Jafnframt hefir Laura sigrað í 6 mótum á japanska LPGA og í 8 mótum á áströlsku ALPG mótaröðunni. Eins hefir hún sigrað í 7 öðrum atvinnumannamótum.
Laura hefir auk framangreinds sigrað í 4 risamótum kvenna og tekið þátt í öllum Solheim Cup keppnum frá upphafi nema þeirri síðustu 2013, en hún hlaut ekki náð fyrir augum fyrirliðans Liselotte Neumann, en Neumann er Svíi og hefði Laura fengið að taka þátt hefði hún líklega slegið leikjamet Anniku Sörenstam, sem margir telja að Neumann hafi verið að verjast.
Laura hefir beitt sér mjög fyrir ýmsum réttindamálum kvenkylfinga t.a.m. var hún málsvari kvenkylfinga frá Asíu og gagnrýndi fyrrum framkvæmdastýru LPGA þegar sú ætlaði að gera enskukunnáttu að skilyrði fyrir að mega keppa á LPGA. Laura studdi Charley Hull þegar Breska kvengolfsambandið ætlaði að meina Charley Hull að taka þátt í Curtis Cup vegna þess að hún missti af æfingu þar sem hún var búin að samþykkja boð styrktaraðila á Kraft Nabisco risamótið, í Bandaríkjunum og svo mætti lengi telja.
Mörgum finnst skrítið að með golfdrottning sem Laura skuli ekki enn hafa hlotið náð fyrir augum frægðarhallar kylfinga og ættu þeir nú að taka sig saman í andlitinu og bæta úr þeirri skömm!!!
Þó Laura sé í dag komin á sextugsaldurinn er hún enn að keppa í mótum á LPGA og LET við stelpur allt að því þrefalt yngri en hún sjálf. Það er vonandi að Laura haldi áfram að keppa sem lengst meðal þeirra bestu!
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Paul Moloney, 5. október 1965 (49 ára); Ellie Gibson, 5. október 1967 (47 ára); Sally Smith, 5. október 1968 (46 ára) ….. og …..
Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024



