
Afmæliskylfingur dagsins: Laura Davies – 5. október 2011
Laura Jane Davies fæddist 5. október 1963 í Coventry á Englandi og er því 48 ára í dag. Laura er einhver albesti kylfingur Breta. Frá því að hún gerðist atvinnumaður í golfi, árið 1985, þ.e. fyrir 26 árum hefir hún sigrað í 81 skipti; m.a. 20 sinnum á LPGA; 44 sinnum á Evrópumótaröð kvenna (LET) og 7 sinnum á áströlsku ALPG og 6 sinnum á japanska LPGA. Laura hefir alls 4 sinnum unnið á risamótum kvennagolfsins þ.e.: LPGA Championship 1994 og 1996; US Women´s Open 1987 og du Maurier Classic1996. Laura þarf bara að vinna 1 risamót enn eða 2 LPGA mót til þess að komast í frægðarhöll kylfinga.
Laura Davies er eini kylfingurinn sem tekið hefir þátt í öllum 12 Solheim Cup mótunum (1990-2011).
Laura hefir hlotið allskyns viðurkenningar og verðlaun í golfheiminum, sem óvinnandi vegur er að telja upp hér. Látið skal nægja að segja að hún vann EPSY verðlaunin sem besti kvenkylfingur ársins 1995 og var valin kvenkylfingur ársins á LPGA 1996.
Í dag er Laura að setja allskyns aldursmet, fyrir að vera elsti kylfingur til þess að taka þátt í eða vinna hitt eða þetta mótið og 48 ára er hún enn með keppnisrétt á báðum helstu kvenmótaröðum heims í golfinu, LET og LPGA.
Að lokum er e.t.v. vert að geta þess þótt það komi golfinu kannski ekki beint við að Laura er mikill aðdáandi og stuðningsmaður Liverpool í enska boltanum og hefir gaman af veðmálum sem m.a. hefir leitt til þess að hún hefir fjárfest í veðhlaupahestum.
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023
- júlí. 29. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (30/2023)
- júlí. 29. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Signý Marta Böðvarsdóttir – 29. júlí 2023
- júlí. 28. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hinrik Gunnar Hilmarsson og Þórdís Lilja Árnadóttir – 28. júlí 2023
- júlí. 27. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jordan Spieth – 27. júlí 2023
- júlí. 26. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Mick Jagger, Allen Doyle, Sigríður Rósa Bjarnadóttir og Daniel Hillier – 26. júlí 2023