
Afmæliskylfingur dagsins: Laura Davies – 5. október 2011
Laura Jane Davies fæddist 5. október 1963 í Coventry á Englandi og er því 48 ára í dag. Laura er einhver albesti kylfingur Breta. Frá því að hún gerðist atvinnumaður í golfi, árið 1985, þ.e. fyrir 26 árum hefir hún sigrað í 81 skipti; m.a. 20 sinnum á LPGA; 44 sinnum á Evrópumótaröð kvenna (LET) og 7 sinnum á áströlsku ALPG og 6 sinnum á japanska LPGA. Laura hefir alls 4 sinnum unnið á risamótum kvennagolfsins þ.e.: LPGA Championship 1994 og 1996; US Women´s Open 1987 og du Maurier Classic1996. Laura þarf bara að vinna 1 risamót enn eða 2 LPGA mót til þess að komast í frægðarhöll kylfinga.
Laura Davies er eini kylfingurinn sem tekið hefir þátt í öllum 12 Solheim Cup mótunum (1990-2011).
Laura hefir hlotið allskyns viðurkenningar og verðlaun í golfheiminum, sem óvinnandi vegur er að telja upp hér. Látið skal nægja að segja að hún vann EPSY verðlaunin sem besti kvenkylfingur ársins 1995 og var valin kvenkylfingur ársins á LPGA 1996.
Í dag er Laura að setja allskyns aldursmet, fyrir að vera elsti kylfingur til þess að taka þátt í eða vinna hitt eða þetta mótið og 48 ára er hún enn með keppnisrétt á báðum helstu kvenmótaröðum heims í golfinu, LET og LPGA.
Að lokum er e.t.v. vert að geta þess þótt það komi golfinu kannski ekki beint við að Laura er mikill aðdáandi og stuðningsmaður Liverpool í enska boltanum og hefir gaman af veðmálum sem m.a. hefir leitt til þess að hún hefir fjárfest í veðhlaupahestum.
- júní. 30. 2022 | 14:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lék á +2 á Italian Challenge Open á 1. degi
- júní. 29. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Egill Ragnar Gunnarsson – 29. júní 2022
- júní. 28. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Freyja Benediktsdóttir – 28. júní 2022
- júní. 28. 2022 | 12:00 GK: Þórdís Geirs fékk ás í Bergvíkinni!!!
- júní. 27. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: David Leadbetter – 27. júní 2022
- júní. 27. 2022 | 06:00 PGA: Schauffele sigurvegari Travelers
- júní. 26. 2022 | 23:30 Evróputúrinn: Haotong Li sigurvegari BMW International Open e. bráðabana v/Pieters
- júní. 26. 2022 | 23:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun sigraði!!!
- júní. 26. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Benedikt Árni Harðarsson – 26. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 22:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun leiðir f. lokahringinn
- júní. 25. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Li Haotong leiðir f. lokahring BMW International
- júní. 25. 2022 | 21:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Andri Þór og Guðmundur Ágúst náðu ekki niðurskurði á Blot Open de Bretagne
- júní. 25. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (26/2022)
- júní. 25. 2022 | 18:00 NGL: Aron Snær varð T-13 á UNICHEF meistaramótinu
- júní. 25. 2022 | 17:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn úr leik í Tékklandi