Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 15. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Kjartan Dór Kjartansson – 15. ágúst 2019

Afmæliskylfingur dagsins er Kjartan Dór Kjartansson. Kjartan Dór er fæddur 15. ágúst 1984 og á því 35 ára afmæli í dag. Kjartan Dór er í Golfklúbbi Kópvogs og Garðabæjar (GKG). Kjartani Dór hefir gengið vel í opnum mótum og eins spilaði hann á Eimskipsmótaröðinni. Kjartan Dór var t.a.m. í sigursveit GKG í 1. deild í sveitakeppni GSÍ 2012, Kjartan er búsettur í Svíþjóð og er trúlofaður Hörpu Kristinsdóttur og saman eiga þau 2 börn.

Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan

Kjartan Dór Kjartansson (Innilega til hamingju með afmælið!)

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli eru: Jack White, 15. ágúst 1873; Ég Er Sjómaður, 15. ágúst 1943 (76 ára); Svava Bernharðsdóttir, 15. ágúst 1960 (59 ára); Eggert Valur Guðmundsson, 15. ágúst 1963 (56 ára); Luca Maria Bergnacchini, 15. ágúst 1966 (53 ára); Katy Harris (nýliði á LPGA 2012) 15. ágúst 1979 (40 ára); Elin Andersson, 15. ágúst 1983 (36 ára)

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is