Kinga Korpak, GS. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 9. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Kinga Korpak ——– 9. desember 2019

Afmæliskylfingur dagsins er og Kinga Korpak. Kinga er fædd 9. desember 2003 og á því 16 ára afmæli í dag. Hún er þrátt fyrir ungan aldur einn af afrekskylfingum GS. . Þannig var Kinga oft á sigurpalli þó hún hafi, eins og svo oft áður, verið að spila við sér miklu eldri stelpur.

Árið 2014 varð Kinga þannig Íslandsmeistari í holukeppni í sínum aldursflokki 14 ára og yngri stelpna. Hún sigraði einnig á 1. og 2. mótinu á Íslandsbankamótaröðinni það ár (2014) og tók m.a. í fyrsta sinn þátt í Unglingaeinvíginu í Mosfellsbæ. Árið 2015, sigraði Kinga í 3 mótum Íslandsbankamótaraðarinnar því 1., 3. og 6. mótinu. Hún varð í 2. sæti á stigalista GSÍ í stelpuflokki 2015 – ekki orðin 12 ára!!! Á síðustu misserum hefir Kinga jafnt spilað á Íslandsbankamótaröðinni og Mótaröð þeirra bestu.

Kinga Korpak

Elsku Kinga, innilega til hamingju með daginn þinn!!!

Aðrir frægir kylfingar sem afmæli eiga í dag eru: Pauline «Polly» Whittier (fædd 9. desember 1876 – dáin 3. mars 1946); Oliver Tom Kite, 9. desember 1949 (70 ára MERKISAFMÆLI!!!); Þórhildur Freysdóttir, 9. desember 1954 (65 árs); Björn Steinn Sveinsson · 62 ára; Þórleif Lúthersdóttir · 59 ára; Bergur Konráðsson · 53 ára; Wil Besseling, 9. desember 1985 (34 ára); Anaïs Maggetti, frá Sviss, 9. desember 1990 (29 ára); Madelene Stavnar, 9. desember 2000 ….. og ……

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is