
Afmæliskylfingur dagsins: Kermit Millard Zarley – 29. september 2011
Afmæliskylfingur dagsins er maður sem ber sama nafn og froskurinn í Prúðuleikurunum – Kermit. Kermit Millard Zarley Jr. fæddist 29. september 1941 í Seattle, Washington og á því 70 ára stórafmæli í dag. Á háskólaárum sínum í University of Houston var Kermit í golfliði skólans og meistari í einstaklingskeppni 1962 í NCAA Division I Championships, en leiddi jafnfram lið sitt til sigurs.
Kermit gerðist atvinnumaður í golfi 1963. Á ferli sínum vann hann 6 sinnum þar af tvisvar á PGA og 1 sinni á Champions Tour. Í þrjár tylftir skipta endaði hann meðal 10 efstu á PGA mótum á 18 ára ferli sínum á túrnum (þ.á.m. var hann þrívegis á topp-10 á risamótum). Besti árangur Kermit á risamótum var 6. sætið á US Open.
Vegna óvenjulegs nafns afmæliskylfingsins okkar var Zarley oft nefndur „atvinnumaðurinn af tunglinu” (ens.: the Pro from the Moon) eða „Mánamaðurinn” (ens.: Moon Man). Uppnefnið hlaut hann vegna þess að grínistinn Bob Hope tók eitt sinn viðtal við hann í sjónvarpi og sagði.:„Kermit Zarley, með nafn eins og þetta hlýtur þú að vera atvinnumaðurinn af tunglinu.”
Árið 1965 var Kermit meðal stofnenda Biblíurannsóknarhóps ásamt félögum sínum á PGA, Jim og Babe Hiskey. Hópurinn er enn við lýði í dag og hefir aflað fjár til starfsemi sinnar í gegnum golfið.
Kermit hefir gefið út fjölda trúarlegra bóka (m.a. þá sem er á meðfylgjandi mynd) en þar er fjallað um trúarleg málefni í heiminum, endurkomu Jesú o.fl. og sumar hafa verið umdeildar. Kermit hlaut heiðursdoktorstitil árið 2001 frá North Park University í Chicago, Illinois.
Afmæliskylfingurinn Kermit, bjó lengst af í Houston, Texas en býr nú í Scottsdale, Arizona.
Til fróðleiks, ef einhver skyldi hafa áhuga, þá eru bækur þær sem Kermit Zarley hefir gefið út eftirfarandi:
▪ The Gospel (1987). Scripture Press. Out-of-print. Til í þýskri þýðingu:–Das Leben Jesu: Die authentische Biographie (1991). Hanssler.
▪ The Gospels Interwoven (1987). Scripture Press. Endurútgefið af Wipf & Stock (2001). ISBN 1-57910-775-3.
▪ Palestine Is Coming: The Revival of Ancient Philistia (1990). Hannibal Books. Endurútgefið af Wipf & Stock (2005). ISBN 1-55635-181-X.
▪ The Third Day Bible Code (2006). Synergy Books. ISBN 1-933538-43-0.
▪ Warrior from Heaven (2009). Synergy Books. ISBN 0-9815462-2-6.
▪ The Restitution of Jesus Christ[1]. Zarley gaf bókina út sjálfur. Ekkert ISBN.
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.:
Kelly Robbins, f. 29. september 1969 (42 ára); Berglind Björnsdóttir, GR, f. 29. september 1992 (19 ára)
- október. 1. 2023 | 16:16 Ryder Cup 2023: Áhangendur streymdu á Marco Simone eftir sigur liðs Evrópu 16,5-11,5
- október. 1. 2023 | 15:40 Ryder Cup 2023: Fleetwood innsiglar sigur liðs Evrópu!!!
- október. 1. 2023 | 15:10 Ryder Cup 2023: Hovland, Rory og Hatton unnu sínar viðureignir – Rahm hélt jöfnu – Vantar bara 1/2 stig núna!!!
- október. 1. 2023 | 12:00 Ryder Cup 2023: Tvímenningsleikir sunnudagsins
- október. 1. 2023 | 08:00 Ryder Cup 2023: Evrópa 10,5 – Bandaríkin 5,5 e. 2. dag
- ágúst. 13. 2023 | 21:00 Íslandsmótið 2023: Logi hlaut Björgvinsskálina!
- ágúst. 13. 2023 | 19:30 Íslandsmótið 2023: Ragnhildur og Logi Íslandsmeistarar!!!
- ágúst. 12. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (32/2023)
- ágúst. 7. 2023 | 23:00 Birgir Björn sigurvegari Einvígisins á Nesinu 2023
- ágúst. 1. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðlaugur Gíslason og Guðmundur Liljar Pálsson – 1. ágúst 2023
- ágúst. 1. 2023 | 08:18 Ryder Cup 2023: Stewart Cink 5. varafyrirliði liðs Bandaríkjanna
- júlí. 31. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Kolbrún Rut Evudóttir – 31. júlí 2023
- júlí. 31. 2023 | 12:00 European Young Masters: Markús Marelsson varð í 2. sæti!!! – Glæsilegur!!!
- júlí. 30. 2023 | 23:59 PGA: Lee Hodges sigurvegari 3M Open
- júlí. 30. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Bergsteinn Hjörleifsson – 30. júlí 2023