Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 8. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Kelly Tidy – 8. febrúar 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Kelly Tidy.  Hún er fædd 8. febrúar 1992 og á því 30 ára stórafmæli í dag. Tidy gerðist atvinnumaður í golfi 2013 eftir að hafa verið í sigurliði Breta í Curtis Cup 2012. Hún gat aðeins spilaði í 2 mótum þegar hún greindist með sjúkdóm (ens.: forearm ischaemia), sem hindrar blóðflæði til handleggja. Hún var frá í 1 ár og kom stuttlega aftur, en hætti síðan alveg. Í dag starfar hún í framkvæmdahlið golfuppákoma (ens. golf event management).

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a. : Guðríður Ólafsdóttir; 8. febrúar 1950 (72 ára; Friðrik Friðriksson, GKG, fgj. 17.2, 8. febrúar 1957 (65 ára); Rósa Guðmundsdóttir, 8. febrúar 1963 (59 ára); Ari Arsalsson, 8. febrúar 1973 (49 ára) Arnbjörg Hlíf Valsdóttir, 8. febrúar 1976 (46 ára); Paige MacKenzie, 8. febrúar 1983 (39 ára); Kelly Tidy, 8. febrúar 1992 (29 ára); Stefán Ottó Kristinsson, 8. febrúar 1997 (25 ára) ….. og ……

Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með daginn!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is