
Afmæliskylfingur dagsins: Katrín Dögg Hilmarsdóttir – 5. janúar 2012
Það er Katrín Dögg Hilmarsdóttir, GKJ, sem er afmæliskylfingur dagsins en hún fæddist 5. janúar 1982 og á því 30 ára stórafmæli í dag! Afrek Katrínar á sviði golfsins eru mörg. Hér verður aðeins tæpt á nokkrum. Katrín Dögg varð m.a. Íslandsmeistari í sveitakeppni kvenna með sveit GKJ 1998 (sjá mynd hér að neðan frá því en Katrín Dögg er 2. f.h.) og 2001.
Síðargreinda árið, þ.e. 2001 var Katrín Dögg kjörin íþróttamaður Mosfellsbæjar.
Eins var Katrín Dögg í sveit GKJ, sem varð í 3. sæti í sveitakeppni GSÍ 2009 eftir leik um 3. sætið við GO.

Kvennasveit GKJ hlaut bronsið í sveitakeppninni 2009. F.v.: Heiða, Tanja, Helga Rut, Nína og afmælisbarnið Katrín Dögg.
Árið 2007 var Katrín Dögg ráðin markaðs-og kynningarstjóri GSÍ.
Hún er með mastersgráðu frá HÍ í stjórnun og stefnumótun en áður stundaði Katrín Dögg nám við Coastal Carolina University og lauk þaðan B.Sc í viðskiptafræðum.
Katrín Dögg er gift Pétri Kristni Guðmarssyni og eiga þau tvö börn.
Golf 1 óskar afmæliskylfingnum innilega til hamingju með afmælið!
Aðrir frægir erlendir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Kim Arason Mortensen; Miguel Ángel Jiménez 5. janúar 1964 (48 ára); Shaun Carl Micheel, 5. janúar 1969 (43 ára); Shasta Averyhart, 5. janúar 1986 (26 ára).
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- febrúar. 23. 2021 | 22:00 Tiger lenti í bílslysi í Genesis GV80
- febrúar. 2. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jenny Sigurðardóttir – 2. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 18:00 PGA: Reed sigraði á Farmers Insurance Open
- febrúar. 1. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hildur Kristín Þorvarðardóttir – 1. febrúar 2021
- febrúar. 1. 2021 | 08:00 Evróputúrinn: Casey sigraði á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 31. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Justin Timberlake – 31. janúar 2021
- janúar. 30. 2021 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (5/2021)
- janúar. 30. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Payne Stewart ——- 30. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Snær Loftsson – 29. janúar 2021
- janúar. 29. 2021 | 14:45 Evróputúrinn: Detry leiðir í hálfleik á Omega Dubai Desert Classic
- janúar. 28. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Þórður Sigurel Arnfinnsson – 28. janúar 2021
- janúar. 28. 2021 | 12:00 Greg Norman selur „húsið“ sitt í Flórída
- janúar. 27. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Bryce Moulder og Mike Hill – 27. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Karine Icher —— 26. janúar 2021
- janúar. 26. 2021 | 07:30 PGA Championship fer fram í Southern Hills 2022 í stað Trump Bedminster