Afmæliskylfingur dagsins: Katrín Dögg Hilmarsdóttir – 5. janúar 2012
Það er Katrín Dögg Hilmarsdóttir, GKJ, sem er afmæliskylfingur dagsins en hún fæddist 5. janúar 1982 og á því 30 ára stórafmæli í dag! Afrek Katrínar á sviði golfsins eru mörg. Hér verður aðeins tæpt á nokkrum. Katrín Dögg varð m.a. Íslandsmeistari í sveitakeppni kvenna með sveit GKJ 1998 (sjá mynd hér að neðan frá því en Katrín Dögg er 2. f.h.) og 2001.
Síðargreinda árið, þ.e. 2001 var Katrín Dögg kjörin íþróttamaður Mosfellsbæjar.
Eins var Katrín Dögg í sveit GKJ, sem varð í 3. sæti í sveitakeppni GSÍ 2009 eftir leik um 3. sætið við GO.
Árið 2007 var Katrín Dögg ráðin markaðs-og kynningarstjóri GSÍ.
Hún er með mastersgráðu frá HÍ í stjórnun og stefnumótun en áður stundaði Katrín Dögg nám við Coastal Carolina University og lauk þaðan B.Sc í viðskiptafræðum.
Katrín Dögg er gift Pétri Kristni Guðmarssyni og eiga þau tvö börn.
Golf 1 óskar afmæliskylfingnum innilega til hamingju með afmælið!
Aðrir frægir erlendir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Kim Arason Mortensen; Miguel Ángel Jiménez 5. janúar 1964 (48 ára); Shaun Carl Micheel, 5. janúar 1969 (43 ára); Shasta Averyhart, 5. janúar 1986 (26 ára).
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024