Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 5. 2012 | 14:00

Afmæliskylfingur dagsins: Katrín Dögg Hilmarsdóttir – 5. janúar 2012

Það er Katrín Dögg Hilmarsdóttir, GKJ, sem er afmæliskylfingur dagsins en hún fæddist 5. janúar 1982 og á því 30 ára stórafmæli í dag!  Afrek Katrínar á sviði golfsins eru mörg. Hér verður aðeins tæpt á nokkrum. Katrín Dögg varð m.a. Íslandsmeistari í sveitakeppni kvenna með sveit GKJ 1998 (sjá mynd hér að neðan frá því en Katrín Dögg er 2. f.h.) og 2001.

Íslandsmeistarar í sveitakeppni kvenna 1998. Katrín Dögg er 2. frá hægri. Mynd: Í eigu Helgu Rutar.

Síðargreinda árið, þ.e. 2001 var Katrín Dögg kjörin íþróttamaður Mosfellsbæjar.

Katrín Dögg. Íþróttamaður Mosfellbæjar 2011. Mynd: mbl.is

Eins var Katrín Dögg  í sveit GKJ, sem varð í 3. sæti í sveitakeppni GSÍ 2009 eftir leik um 3. sætið við GO.

Kvennasveit GKJ hlaut bronsið í sveitakeppninni 2009. F.v.: Heiða, Tanja, Helga Rut, Nína og afmælisbarnið Katrín Dögg.

Árið 2007 var Katrín Dögg ráðin markaðs-og kynningarstjóri GSÍ.

Hún er með mastersgráðu frá HÍ í stjórnun og stefnumótun en áður stundaði Katrín Dögg nám við Coastal Carolina University og lauk þaðan B.Sc í viðskiptafræðum.

Katrín Dögg er gift Pétri Kristni Guðmarssyni og eiga þau tvö börn.

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum innilega til hamingju með afmælið!

Aðrir frægir erlendir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Kim Arason Mortensen; Miguel Ángel Jiménez 5. janúar 1964 (48 ára);  Shaun Carl Micheel, 5. janúar 1969 (43 ára);  Shasta Averyhart, 5. janúar 1986 (26 ára).

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is