Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir – 24. september 2017

Það er núverandi klúbbmeistari kvenna í GHR, Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir sem er afmæliskylfingur dagsins. Katrín er fædd 24. september 1961. Hún er í Golfklúbbnum á Hellu, (GHR). Katrín hefir gegnt ýmsum stjórnarstörfum fyrir GHR og er núverandi ritari klúbbsins. Hún er gift formanni klúbbsins Óskari Pálssyni og á 3 börn þ.á.m. afrekskylfinginn Andra Má.

Á þeim fimm árum sem Golf 1 hefir verið starfandi hefir verið tekin fjöldi viðtala, sem stendur yfir 300, víð íslenska sem erlenda kylfinga og var viðtal Golf 1 við Katrínu Björg eitt af því fyrsta og má sjá með því að SMELLA HÉR:

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Tommy Armour, (f. 24. september 1895- d. 11. september 1968); Margret Waage, 62 ára; W-7 módelið Lisa Hall, 24. september 1967 (50 ára STÓRAFMÆLI!!!) ….. og …..

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is