Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 4. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jórunn Pála Jónasdóttir og Unnar Ingimundur Jósepsson – 4. apríl 2023

Það eru tveir afmæliskylfingar í dag: Jórunn Pála Jónasdóttir og Unnar Ingimundur Jósepsson.

Jórunn Pála Jónasdóttir er fædd 4. apríl 1987 og á því 35 ára afmæli í dag. Jórunn Pála er lögmaður hjá Réttur – Aðalsteinsson & Partners og nam m.a. lögfræði við háskólann í Vín, Austurríki. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Jórunni Pálu til hamingju með afmælið hér að neðan:

Jórunn Pála Jónasdóttir – 35 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!

Unnar Ingimundur er fæddur 4. apríl 1967 og á því 56 ára afmæli í dag! Unnar er í Golfklúbbi Seyðisfjarðar, GSF. Unnar byrjaði að spila golf 1996. Uppáhaldsgolfvöllur hans er að sjálfsögðu heimavöllurinn, Hagavöllur á Seyðisfirði. Helsta afrek Unnars til dagsins í dag er að spila Hagavöll á parinu á Opna Brimbergsmótinu 2007 og setja vallarmet. Sjá má skemmtilegt eldra viðtal við afmæliskylfinginn á Golf 1 með því að SMELLA HÉR:

Þess mætti loks geta í þessari stuttu samantekt að Unnar er mjög hæfileikaríkur ljósmyndari s.s. m.a. margir kylfingar hafa fengið að njóta.

Komast má á heimasíðu Unnars til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan:

Unnar Ingimundur Jósepsson, GSF. Mynd: Í einkaeigu.

Unnar Ingimundur Jósepsson (52 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!!)

Aðrir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: JoAnne Carner, 4. apríl 1949 (74 ára MERKIAFMÆLI!!!); Matt Cole, 4. apríl 1961 (62 ára); Sherrin Smyers, 4. apríl 1962 (61 árs); Tina Tombs, 4. apríl 1962 (61 árs); Gregory Thomas Kraft, 4. apríl 1964 (59 ára); Golfklúbbur Ness, 4. apríl 1964 (59 ára); Audrey Riguelle, frönsk – spilar á LET Access, 4. apríl 1984 (39 ára); Tyler McCumber, 4. apríl 1991 (Spilar á PGA Tour – 32 ára); Hexia Búninga Og Fataleiga, 4. apríl 1976 (47 ára), Kjólakistan Föt Og Fylgihlutir …. og ….

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is