Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 27. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jordan Spieth —– 27. júlí 2015

Afmæliskylfingur dagsins er tvöfaldur risamótsmeistari ársins 2015, Jordan Spieth.  Spieth sigraði s.s. kunnugt er á Masters risamótinu í apríl og vann síðan Opna bandaríska og var 1 höggi frá því að komast í umspil um sigurinn á Opna breska, í ár. Jordan Spieth fæddist 27. júlí 1993 og er því 22 ára í dag.  Ótrúlegur árangur þetta hjá ekki eldri kylfingi!!!

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Örn Guðmundsson, 27. júlí 1952 (63 ára); Björk Klausen, 27. júlí 1954 (61 árs); Ólöf Jónsdóttir, 27. júlí 1970 (45 ára); Erla Björk Hjartardóttir, 27. júlí 1971 (44 ára); Stefán Fannar Sigurjónsson, 27. júlí 1972 (43 ára);  Arnar Snær Jóhannsson, 27. júlí 1991 (24 ára); Golfklúbburinn Vestarr, 27. júlí 1995 (20 ára) og Kristján Gíslason.

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is