Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 9. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: John Mahaffey – 9. maí 2023

Afmæliskylfingur dagsins er John (Drayton) Mahaffey. Hann er fæddur 9. maí 1948 og fagnar því 75 ára afmæli í dag. Mahaffey gerðist atvinnumaður í golfi 1971 og sigraði 16 sinnum á atvinnumannsferli sínum; þar af 10 sinnum á PGA Tour og á einu risamóti, þ.e. PGA Championship árið 1978. Mahaffey býr ásamt eiginkonu sinni Elizabeth í Houston, Texas nálægt „The Woodlands“ og á 2 uppkomin börn.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:

Harry Vardon, (f. 9. maí 1870 – d. 20. mars 1937); Betty Jameson, (9. maí 1919 – 7. febrúar 2009 – Hún var einn af stofnendum LPGA); Sam Adams 9. maí 1946 (77 ára); John Mahaffey 9. maí 1948 (75 ára MERKISAFMÆLI!!!); Ásta Jóna Skúladóttir, GK, 9. maí 1959 (64 ára); Guðmundur Ármann Pétursson 9. maí 1970 (53 ára) Ingibjörg Sunna Friðriksdóttir, 9. maí 1972 (51 árs); Paul Maddy, 9. maí 1981 (42 ára); Sandra Gal, 9. maí 1985 (38 ára) Tvisturinn Vestmannaeyjum, 9. maí 1988 (35 ára);  Arnór Ingi Finnbjörnsson, GR, 9. maí 1989 (34 ára); Andri Jón Sigurbjörnsson, 9. maí 1989 (34 ára) ….. og …..

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is

Í aðalmyndaglugga: John Mahaffey, þegar hann sigraði á PGA Championship risamótinu 1978. Mynd: PGA of America.