Afmæliskylfingur dagsins: Jóhannes Óli Ragnarsson, Johnny Miller og Niclas Fasth – 29. apríl 2022
Afmæliskylfingur dagsins eru hvorki fleiri né færri en 3: Johnny Miller, Niclas Fasth og Jóhannes Óli Ragnarsson.

Johnny Miller 1975
Johnny Laurence Miller fæddist 29. apríl 1947 í San Francisco, Kaliforníu og á því 75 ára merkisafmæli í dag. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 1969 og vann 36 titla á ferli sínum, þ.á.m 25 á PGA Tour. Hann sigraði tvívegis á risamótum: í fyrra skiptið 1973 á Opna bandaríska og 1976 á Opna breska. Í seinni tíð er hann þekktari sem golffréttaskýrandi á NBC News.

Annar afmæliskylfingur dagsins er Niclas Fasth. Niclas fæddist 29. apríl 1972 í Gautaborg, Svíþjóð og fagnar því 50 ára stórafmæli í dag. Hann byrjaði í golfi 10 ára þegar fjölskylda hans keypti sumarhús nálægt Lysegården golfklúbbnum í Kungälv. Fasth gerðist atvinnumaður í golfi 1993 og sigraði 11 sinnum þ.á.m. 6 sinnum á Evróputúrnum. Hann er kvæntur Marie (2002) og eiga þau 2 börn. Fasth hætti í atvinnumennskunni 2019.
Þriðji afmæliskylfingurinn er Jóhannes Óli Ragnarsson. Jóhannes Óli fæddist 29. apríl 1982 og á því 40 ára afmæli í dag. Komast má á facebook síðu Jóhannes Óla hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið
Jóhannes Óli Ragnarsson – 40 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!!
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Meg Farquhar (skosk) f. 29. april 1910 – d. 9. nóvember 1988; Allan George Balding f. 29. apríl 1924 – d 30. júlí 2006; Johnny Laurence Miller, 29. apríl 1947 (75 ára); Niclas Fasth, 29. apríl 1972 (50 ára); Jóhannes Óli Ragnarsson, 29. apríl 1982 (40 ára) Anna Grzebien, fv. W-7 módel og LPGA kylfingur, 29. apríl 1985 (37 ára); Gauti Geirsson, GÍ 29. apríl 1993 (29 ára)…. og ……
Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
