Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2011 | 12:30

Afmæliskylfingur dagsins: Johann Edfors – 10. október 2011

Afmæliskylfingur dagsins Johan Edfors frá Svíþjóð. Johan fæddist í Varberg 10. október 1975 og er því 36 ára í dag.  Hann spilar aðallega á Evrópumótaröðinni í dag.

Á háskólaárunum spilaði Edfors 2 ár með University of Texas San Antonio, sem er í 1. deild og það á golfstyrk.  Þjálfari hans var Barry Denton.

Edfors gerðist atvinnumaður í golfi fyrir 14 árum, þ.e. 1997 og var í mörg ár á Challenge Tour, þar sem hann hefir sigrað tvívegis: Stanbic Zambia Open, 9. mars 2003 og Fortis Challenge Open 25. maí 2003. Hann rétt missti af því að halda kortinu sínu 2004 en endurheimti það í Q-school 2005.

Árið 2006, nánar tiltekið 19. mars það ár, sigraði Edfors í fyrsta sinn á Evrópumótaröðinni á TLC Classic. Síðan fylgdu sigrar á Quinn Direct British Masters, 14. maí 2006 og  sigur á Barclays Opna skoska 16. júlí 2006.  Þessir 3 sigrar fleyttu Johan Edfors á topp 50  á heimslistanum í júlí 2006 og hann varð í 10. sæti á stigalista Evrópumótaraðarinnar (Order of Merit) það ár.

Edfors varð að bíða í 3 ár eftir næsta sigri sínum, sem vannst á Black Mountain Masters, í Thaílandi 29. mars 2009 á Asíutúrnum.

Afmæliskylfingurinn okkar er meðal högglengstu kylfinga á Evrópumótaröðinni, slær að meðaltali 300 yarda (u.þ.b. 275 metra).

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Bruce Devlin, 10. október 1937 (74 ára); Craig Marseilles, 10. október 1957 (54 ára); Jody Anschutz, 10. október 1962 (49 ára); Bryn Parry, 10. október 1971; Haukur Dór, GA, 10. október 1976 (35 ára! Til hamingju!)