
Afmæliskylfingur dagsins: Jerry Kelly – 23. nóvember 2011
Jerome Patrick (Jerry) Kelly fæddist 23. nóvember 1966 í Madison Wisconsin og er því 45 ára í dag. Hann útskrifaðist frá University of Hartford 1989 og gerðist atvinnumaður í golfi það ár. Hann komst þó ekki á PGA mótröðina fyrr en árið 1996. Hann á að baki 8 sigra sem atvinnumaður þar af 3 á PGA. Jerry komst á PGA mótaröðina í kjölfar góðs árangurs hans á Nike Tour 1995, þar sem hann vann 2 mót. Besta árið hans á PGA er 2002, þegar hann var í 4. sæti á peningalista PGA og vann Sony Open í Hawaii og Advil Western Open. Eins vann Jerry Zürich Classic í New Orleans 2009 með pari á lokholunni en þar með vann hann 3 aðra með 1 höggi (Charlie Wi, Rory Sabbatini og Charles Howell III). Þá voru 7 ár liðin frá síðasta sigri hans. Besti áranugr Jerry á heimslistanum er að vera meðal topp-20.
Kelly spilaði ísknattleik í menntaskóla með Madison East og hefir látið hafa eftir sér að sér finnist það hafa skaðað golfleik sinn vegna þess hversu aggressívur hann var.
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Helgi Viggósson, 23. nóvember 1960; Katrín Júlíusdóttir, 23. nóvember 1974 og Alison Whitaker , 23. nóvember 1985.
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024