Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 3. 2011 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jean Hugo – 3. desember 2011

Það er suður-afríski kylfingurinn Victor Jean Hugo, sem spilar á Sólskinstúrnum, sem er afmæliskylfingur dagsins í dag. Jean Hugo fæddist 3. desember 1975 og er því 36 ára í dag. Sem barn og unglingur spilaði Jean og var félagi í Stellenbosch golfklúbbnum fræga í Suður-Afríku. Hann útskrifaðist úr Paul Roos menntaskólanum í Stellenbosch, 1994 og 3 árum síðar frá University of Stellenbosch með BA gráðu.  Jean gerðist síðan atvinnumaður í golfi 1999.

Jean Hugo er sonur þekkts efnafræðings í Suður-Afríku, Victor Hugo og konu hans Esme, sem bæði eru miklir íþróttamenn. Jean hefir sigrað 15 sinnum á atvinnumannsferli sínum, þar af 13 sinnum á Sólskinstúrnum. Jean hefir spilað á Evróputúrnum og besta ár hans þar var 2001, þegar hann var í 34. sæti á Order of Merit.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: David Diaz, 3. desember 1967 (44 ára).

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is