Ragnheiður Jónsdóttir | ágúst. 21. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jarrod Lyle ———— 21. ágúst 2014

Afmæliskylfingur dagsins er ástralski kylfingurinn Jarrod Lyle. Hann fæddist 21. ágúst 1981 og er því 33 ára. Hann spilaði á PGA Tour SMELLA HÉR: og komst í fréttirnar 2011 vegna þess að þá átti hann eitt fallegasta höggið á PGA túrnum (ás í keppni); Sjá um það með þvi að SMELLA HÉR:  Hann gifti sig jólin 2011. Sjá grein Golf 1 um það með því að SMELLA HÉR:  Snemma á árinu 2012 eignaðist hann síðan sitt fyrsta barn, en stuttu síðar greindist hann með hvítblæði, sem hann hafði verið að berjast við frá því hann var unglingur.  Það kom aftur í veg fyrir að hann gæti spilað á PGA Tour sem hann var þá nýfarinn að spila á. Golf 1 skrifaði grein um það á sínum tíma sem lesa má með því að  SMELLA HÉR: 

Fyrir ári síðan (í ágúst 2013) bárust þær gleðifregnir að hvítblæði Jarrod Lyle væri í rénun – hann væri allur að styrkjast og byrjaður að æfa á fullu og myndi snúa aftur til keppni  í nóvember 2013 og spila þá í fyrsta móti sínu, Australian Masters.  Sjá t.d. grein Fox Sports um það með því að SMELLA HÉR: eða grein ESPN með því að SMELLA HÉR: 

Engar fréttir hafa borist af því að hvítblæði Lyle hafi látið kræla aftur á sér – en Lyle hefir hægt og rólega verið að vinna sig inn í keppnisgolfið aftur eftir veikindin.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Richard Francis „Dick“ Zokol, 21. ágúst 1958  (56 ára);  Magnus A Carlson, 21. ágúst 1980 (34 ára); Maríon Ricordeau, frönsk – spilar á LET Access, 21. ágúst 1986 (28 ára)  ….. og ……

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is