Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 5. 2020 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jane Geddes og Kevin Stadler —- 5. febrúar 2020

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Jane Geddes og Kevin Stadler. Jane Geddes er fædd 5. febrúar 1960 og á því 60 ára merkisafmæli í dag, Kevin Stadler er fæddur 5. febrúar 1980 og á 40 ára stórafmæli.

Geddes lék í bandaríska háskólagolfinu með FSU og komst eftir útskrift á LPGA árið 1983, þar sem hún sigraði í 2 risamótum og 11 öðrum LPGA mótum og alls í 15 atvinnumannsmótum.  Maki hennar er Gigi Fernandez og þær eiga tvíburana Karson Xavier and Madison Jane.

Kevin Stadler gerðist atvinnumaður 2002 eftir að hafa spilað golf í bandaríska háskólagolfinu með liði Southern California. Hann hefir sigrað 10 sinnum á atvinnumannsferli sínum, þ.á.m. 1 sinni á PGA Tour. Kevin er sonur Masters sigurvegarans og 13-falds PGA Tour sigurvegarans Craig Stadler.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: José Maria Olázabal 5. febrúar 1966 (54 árs); Eythor Gudjonsson, 5. febrúar 1968 (52 ára);  Rún Pétursdóttir, GR, 5. febrúar 1995 (25 ára) ….. og ….. Dóri Tempó og Jökull Þh (56 ára)

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum, sem afmæli eiga innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is