Ragnheiður Jónsdóttir | október. 29. 2011 | 13:15

Afmæliskylfingur dagsins: James Alexander Barclay – 29. nóvember 2011

James Alexander Barclay fæddist 29. október 1923 í Glasgow og er því 88 ára í dag. Hann var rannsóknarmaður og forstjóri í kanadíska olíubransanum, en einnig kylfingur og höfundur 626 bls. golfbókar, sem nefnist: Golf in Canada – A history, sem er yfirgripsmesta verk, um golf sem gefið hefir verið út í Kanada.

Barclay hóf feril sinn með því að spila með járnum með valhnotu (hickory) sköftum í Skotlandi. Hann útskrifaðist í efnafræði frá Glasgow háskóla og vann stærstan part ævinnar í olíubransanum  og náði hæst að verða varaforstjóri olíufyrirtækis. Hann fluttist til Kanada 1968, en settist í helgan stein 1983 og vann á efri árum við framkvæmdastjórastörf hjá Royal Canadian Golf Association. Hann fékk áhuga á golfsögu Kanada og skrifaði auk fyrrgreinds verks fjölda golfgreina í golftímarit í Kanada.  James A. Barclay fékk inngöngu í frægðarhöll kylfinga í Kanada. Hann hefir lengi verið félagi í St. George’s Golf and Country Club í  Toronto, Kanada.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.:  Theodore James (Ted) Schulz, 29. október 1959 (52 ára).

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is