Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ingvar Andri Magnússon – 29. september 2016

Það er Ingvar Andri Magnússon, GR, sem er afmæliskylfingur dagsins. Ingvar er m.a. stigameistari GSÍ í sínum aldursflokki þ.e. 15-16 ára á Íslandsbankamótaröðinni í ár, 2016. Þetta er í 4. sinn sem Ingvar Andri landar stigameistaratitli á Íslandsbankamótaröðinni, sem er stórglæsilegur árangur!

Ingvar Andri sigraði í ár í drengjaflokki á fyrsta móti Íslandsbankamótaraðarinnar, sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru 27.-29. september 2016; átti þar m.a. eftirminnilegan seinni hring upp á 7 undir pari, 65 högg sem er ekki algeng sjón á skortöflum hérlendis! Á hringnum góða fékk Ingvar Andri hvorki fleiri né færri en 9 fugla! (á 4.-8. holu Leirunnar og síðan 12,; 14.; 16. og 18. holu Leirunnar – frábært!) en fékk síðan líka 2 skolla (á 2. og 13. holu).  Næst varð Ingvar Andri í 2. sæti á Íslandsmótunum í holukeppni og höggleik; Hann varð í 2. sæti á 4. móti Íslandsbankamótaraðarinnar sem fram fór á Hellu; síðan varð hann í 9. sæti á 5. mótinu og í 2.-5. sæti á síðasta móti Íslandsbankamótaraðarinnar, sem fram fór á Hvaleyrinni í Hafnarfirði.  Ingvar Andri hlaut 7250 stig; átti 1407,5 á næsta mann, sem var klúbbfélagi hans í GR, Viktor Ingi Einarsson, en hann var með 6112,5 stig.

Í fyrra, 2015 sigraði Ingvar Andri í 4 mótum á Íslandsbankamótaröðinni,  þ.e. fyrsta mótinu, líkt og í ár og síðan í  3.-4. mótunum í drengjaflokki og aðalmótinu þ.e. Íslandsmótinu í höggleik í drengjaflokki.

Jafnframt hefir Ingvar Andri sigrað í Unglingaeinvíginu í Mosfellsbæ árin 2013 (þá 12 ára) og 2014. Og þá er aðeins fátt eitt talið þegar Ingvar Andri er annars vegar.

Skemmtilegt er að rifja upp eldra viðtal Golf 1 við Ingvar Andra, sem tekið var þegar hann var 12 ára og verður dýrmætara nú með hverju árinu sem líður. Ljóst var þá þegar hversu vandaður Ingvar Andri er, bæði sem einstaklingur og kylfingur, en hann var þegar viðtalið var tekið nýbúinn að vinna fyrsta gullið sitt á Íslandsbankamótaröðinni – Sjá með því að SMELLA HÉR: 

Komast má á facebook síðu Ingvars Andra hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið ……

Ingvar Andri Magnússon, GR. Mynd: Golf á Íslandi

Ingvar Andri Magnússon, GR (Innilega til hamingju með 16 ára afmælið!!!)

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Kermit Millard Zarley, Jr., 29. september 1941 (75 ára); Vicky Fergon, 29. september 1955 (61 árs) , sigraði CA LPGA 1979 Lady Stroh´s á sínum tíma; Svanhvít Friðþjófsdóttir, GV,  29. september 1965 (51 árs); Haukur Marinósson GOG, 29. september 1967 (49 ára); Kelly Robbins, 29. september 1969 (47 ára); Tina Fischer, Bad Nauheim, Þýskalandi, 29. september 1970 (46 ára); Gunnar Geir Baldursson NK, 29. september 1988 (28 ára) Berglind Bjornsdottir GR, 29. september 1992 (24 ára); Hildur Rún Guðjónsdóttir, GK 29. september 1994 (22 ára) ….. og ….

Golf 1 óskar afmæliskylfingunum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is