Mahan fjölskyldan: Kandi Zoe og Hunter
Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 17. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hunter Mahan –— 17. maí 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Hunter Mahan . Mahan er fæddur 17. maí 1982 og á því 40 ára stórafmæli í dag.  Mesta afrek hans á golfsviðinu er líklegast að hafa orðið heimsmeistari í holukeppni 2012. Á ferli sínum hefir hann sigrað 9 sinnum; 6 sinnum á PGA Tour, 2 sinnum á Evróputúrnum og 3 sinnum í öðrum mótum. Hann er kvæntur Kandi Harris (síðan 2011) og eiga þau eina dóttur, Zoe, fædd 2013.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Ólöf Ásta Farestveit , GK, 17. maí 1969 (53 ára); Tim Sluiter 17. maí 1979 (43 ára); Hunter Mahan 17. maí 1982  (40 ára); Tinna Jóhannsdóttir, GK, 17. maí 1986 (36 ára) …. og …..

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is