Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 23. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hulda Birna Baldursdóttir – 23. maí 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Hulda Birna Baldursdóttir, en hún er fædd 23. maí 1973. Hulda Birna er PGA golfkennaranemi og framkvæmdarstjóri Stelpugolfs 2014.   Stelpugolfdagurinn verður haldinn 29. maí n.k. á Leirdalsvelli hjá GKG, en Hulda Birna er einmítt í þeim golfklúbb.     Afmæliskylfingurinn er gift Einari Erni Jónssyni og á 4 börn: Baldur, Margréti, Gabríel og Mikael.

Komast má á facebook síðu Huldu Birnu til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan:

578621_4541927514483_1813304552_a

Hulda Birna Baldursdóttir (41 árs – Innilega til hamingju með afmælið!)

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: David Graham, 23. maí 1946 (68 ára);  Gary Dennis McCord, 23. maí 1948 (66 ára);  Marina Arruti, 23. maí 1972 (42 ára) ;  Jamie Elson, 23. maí 1981 (33 ára)

….. og …… 

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is