Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 25. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hrafnkell Óskarsson – 25. júní 2017

Afmæliskylfingur dagsins er Hrafnkell Óskarsson. Hrafnkell er fæddur 25. júní 1952 og á því 65 ára afmæli í dag!!! Hrafnkell er læknir með sérfræðileyfi í skurðlækningum frá Svíþjóð 1988. Hrafnkell er góður kylfingur, sem er í Golfklúbbi Mosfellsbæjar (GM) og hefir m.a. verið sigursæll í opnum mótum, t.a.m. á viðmiðunarmótum LEK. Eins var hann einn þeirra sem þátt tók í Læknagolfi á Hvaleyrinni nú í ár.

Hrafnkell er kvæntur Þórhildi Sigtryggsdóttur, lækni og þau eiga dótturina Hrafnhildi og tvö barnabörn.

Komast má á facebooksíðu Hrafnkels til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan:

Hrafnkell Óskarsson

Hrafnkell Óskarsson (65 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!)
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Brimnes Áhöfn (97 ára); Ervin Szalai (53 ára);  Vance Veazey, 25. júní 1965 (52 ára); Paul Affleck 25. júní 1966 (51 árs); David Park, 25. júní 1974 (43 ára); Sæþor Jensson, 25. júní 1975 (42 ára); Hendrik Johannes „Hennie“ Otto, 25. júní 1976 (41 árs) ….. og …… Til Styrktar Ragnari Emil

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum innilega til hamingju með stórafmælið og öðrum kylfingum innilega til hamingju með daginn!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is