Arnar Geir og Árny Lilja klúbbmeistarar GSS 2015
Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 28. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Árný Lilja Árnadóttir – 28. júlí 2015

Það er Árný Lilja Árnadóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Árný Lilja er fædd 28. júlí 1970 og á því 45 ára afmæli í dag! Árný er langbest á og oftast sigurvegari í opnum mótum s.s. hinu árlega frábæra kvennamóti GSS. Auk þess er Árný  margfaldur klúbbmeistari kvenna í GSS s.s. sjá má á neðangreindum myndum:

Klúbbmeistarar GSS 2012, Árný Lilja Árnadóttir og Arnar Geir Hjartarson. Mynd: GSS

Klúbbmeistarar GSS 2012, Árný Lilja Árnadóttir og Arnar Geir Hjartarson. Mynd: GSS

Árný Lilja Árnadóttir og Oddur Valsson, klúbbmeistarar GSS 2013. Mynd GSS

Árný Lilja Árnadóttir og Oddur Valsson, klúbbmeistarar GSS 2013. Mynd GSS

Árny Lilja Árnadóttir og Arnar Geir Hjartarson, klúbbmeistarar GSS 2014. Mynd: GSS

Árny Lilja Árnadóttir og Arnar Geir Hjartarson, klúbbmeistarar GSS 2014. Mynd: GSS

Árný Lilja er dóttir eins besta golfkennara landsins, Árna Jónssonar á Akureyri. Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Árnýju Lilju með því að SMELLA HÉR:

Árný Lilja Jónsdóttir – Innilega til hamingju með afmælið!!!

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Hinrik Hilmarsson, 28. júlí 1958 (57 ára);  Marta Guðjónsdóttir, 28. júlí 1959 (56 ára); Steven Craig Alker, 28. júlí 1971 (44 ára); Þórdís Lilja Árnadóttir, 28. júlí 1973 (42 ára);  Amy Yang, 28. júlí 1989 (26 ára); Moriya Jatanugarn, 28. júlí 1994 (21 árs) ….. og ……

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is