Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 28. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hinrik Gunnar Hilmarsson og Þórdís Lilja Árnadóttir – 28. júlí 2023

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Hinrik Gunnar Hilmarsson og Þórdís Lilja Árnadóttir.

Það er Hinrik Gunnar Hilmarsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hinrik var fæddur 28. júlí 1958 og lést 24. mars 2016. Hinrik eða Hinni eins og hann var oft kallaður af vinum sínum hefði orðið 65 ára í dag.

Hinni var flestum kunnugur sem dómari á golfvellinum, en einnig var hann í Golfklúbbi Reykjavíkur.

Þórdís Lilja Árnadóttir er fædd 28. júlí 1973 og fagnar því 50 ára afmæli í dag.

Þórdís Lilja Árnadóttir – Innilega til hamingju með 50 ára stórafmælið!!!

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Marta Guðjónsdóttir (64 ára); Árný Lilja Árnadóttir, 28. júlí 1970 (53 ára); Steven Craig Alker, 28. júlí 1971 (52 ára); Þórdís Lilja Árnadóttir (50 ára STÓRAFMÆLI); Amy Yang, 28. júlí 1989 (34 ára); Moriya Jutanugarn, 28. júlí 1994 (29 ára) ….. og ……

Golf 1 óskar öllum kylfingum, sem afmæli eiga í dag, innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is