Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 25. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hennie Otto ———- 25. júní 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Hendrik Johannes „Hennie“ Otto. Hann er fæddur 25. júní 1976 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Otto hefir mestmegnis spila á Sólskinstúrnum suður-afríska.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Brimnes Áhöfn, 25. júní 1920 (96 ára); Hrafnkell Óskarsson, 25. júní 1952 (62 ára); Ervin Szalai, 25. júní 1964 (52 ára), Vance Veazey, 25. júní 1965 (51 árs); Paul Affleck 25. júní 1966 (50 ára); David Park, 25. júní 1974 (42 ára ); Sæþór Jensson, 25. júní 1975 (41 árs); ….. og …… Til Styrktar Ragnari Emil

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum innilega til hamingju með stórafmælið og öðrum kylfingum innilega til hamingju með daginn!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is