Heiðar Davíð Bragason, klúbbmeistari GHD 2017. Mynd: Golf 1 Afmæliskylfingur dagsins: Heiðar Davíð Bragason – 8. nóvember 2017
Afmæliskylfingur dagsins er Heiðar Davíð Bragason. Heiðar Davíð er fæddur 8. nóvember 1977 og á því 40 ára stórafmæli í dag.
Heiðar Davíð er golfkennnari við Golfklúbbinn Hamar á Dalvík (GHD).
Hann var tvöfaldur klúbbmeistari árið 2013 þ.e. bæði klúbbmeistari Golfklúbbs Ólafsfjarðar og Golfklúbbsins Hamars á Dalvík. Auk framangreinds hefir Heiðar Davíð gert ýmislegt og unnið marga aðra sigra í golfíþróttinni. Sem dæmi mætti nefna að hann keppti á danska Scanplan túrnum 2007 og EDP-mótaröðinni 2008. Hann sigraði í Einvíginu á Nesinu 2008. Eins er eftirminnilegt þegar Heiðar Davíð setti glæsilegt vallarmet á Vatnahverfisvelli á 25 ára afmælismóti Golfklúbbsins Óss á Blönduósi árið 2010; spilaði völlinn á -5 undir pari, 65 höggum. Vallarmetið stendur enn. Hann varð stigameistari á Norðurlandsmótaröðinni 2010 og er auk framangreindss klúbbmeistari GHD 2009, 2010 og 2011. Heiðar Davíð er kvæntur Guðríði Sveinsdóttur.
Komast má á facebook síðu afmæliskylfinganna til þess að óska þeim til hamingju með daginn hér að neðan:

Heiðar Davíð Bragason, GHD, á Íslandsmótinu í höggleik á Leirdalsvelli. Mynd: Golf 1
Heiðar Davíð Bragason (40 ára) – Innilega til hamingju með stórafmælið!!!
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Luisa Hogar Abuelos Marginados Sma (79 ára); Helgi Snorrason, 8. nóvember 1951 (66 ára); Beverly Klass, 8. nóvember 1956 (61 árs); Toshiki Toma, 8. nóvember 1958 (59 ára); Ágústa Sigurðardóttir, 8. nóvember 1959 (58 ára); Anna Kristín Ásgeirsdóttir, 8. nóvember 1959 (58 ára); Dagný Marín Sigmarsdóttir, 8. nóvember 1963 (54 árs); Þórður Þórarinsson, 8. nóvember 1968 (49 ára); Thongchai Jaidee, 8. nóvember 1969 (48 ára); Francesco Molinari, 8. nóvember 1982 (35 ára); Kathleen Ekey, 8. nóvember 1986 (31 árs ) – spilar á LPGA; Sebastien Gros, 8. nóvember 1989 (28 ára) ….. og ….. Lisa Amati … og … Sigridur Gudnadottir
Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
