Afmæliskylfingur dagsins: – Heiðar Davíð Bragason – 8. nóvember 2011
Afmæliskylfingur dagsins er Heiðar Davíð Bragason, GHD, en hann fæddist 8. nóvember 1977 og er því 34 ára í dag. Heiðar Davíð er þjálfari hins frábæra liðs telpna á Dalvík, 15 ára og yngri, sem urðu Íslandsmeistarar 2011 í sveitakeppni GSÍ – en þær eru einu Íslandsmeistarar, sem GHD hefir átt í sveitakeppni. Heiðar Davíð þjálfar þær ásamt Árna Jónssyni.
Heiðar Davíð hefir gert ýmislegt og unnið marga sigra í golfíþróttinni. Sem dæmi mætti nefna að hann keppti á danska Scanplan túrnum 2007 og EDP-mótaröðinni 2008. Hann sigraði í Einvíginu á Nesinu 2008. Eins er eftirminnilegt þegar Heiðar Davíð setti glæsilegt vallarmet á Vatnahverfisvelli á 25 ára afmælismóti Golfklúbbsins Óss á Blönduósi í fyrra (2010) spilaði völlinn á -5 undir pari, 65 höggum. Vallarmetið stendur enn. Hann varð stigameistari á Norðurlandsmótaröðinni 2010 og er klúbbmeistari GHD 2009, 2010 og 2011. Heiðar Davíð er kvæntur Guðríði Sveinsdóttur og eiga þau einn son.
Golf 1 óskar afmæliskylfingnum innilega til hamingju með afmælið!
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Beverly Klass, 8. nóvember 1956 (55 ára); Francesco Molinari, 8. nóvember 1982 (29 ára); Kathleen Ekey, 8. nóvember 1986 (25 ára – komst á LPGA 2012 með því að vera efst á peningalista Duramed Futures Tour í ár)
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- janúar. 22. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Alfreð Brynjar Kristinsson – 22. janúar 2021
- janúar. 22. 2021 | 12:00 Cheyenne Woods í kaddýstörfum fyrir kærastann
- janúar. 22. 2021 | 11:58 Brooke Henderson endurnýjar samning við PING
- janúar. 22. 2021 | 10:00 PGA: Hagy sem kom í stað Jon Rahm leiðir e. 1. dag American Express
- janúar. 22. 2021 | 08:00 LPGA: Kang í forystu e. 1. dag Diamond Resorts TOC
- janúar. 21. 2021 | 19:30 Evróputúrinn: Rory efstur e. 1. dag í Abu Dhabi
- janúar. 21. 2021 | 18:00 Tiger ekkert of hrifinn af nýrri heimildarmynd um sig
- janúar. 21. 2021 | 15:49 Afmæliskylfingur dagsins: Davíð og Jónas Guðmundssynir og Rósa Ólafsdóttir – 21. janúar 2021
- janúar. 21. 2021 | 10:00 Orð Justin Thomas eftir að Ralph Lauren rifti styrktarsamningi við hann
- janúar. 20. 2021 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Silja Rún Gunnlaugsdóttir – 20. janúar 2021
- janúar. 20. 2021 | 10:00 Paulina Gretzky talar um samband sitt við DJ
- janúar. 20. 2021 | 09:30 Thorbjørn Olesen með Covid-19
- janúar. 20. 2021 | 07:30 Spurning hvort Olympíuleikarnir fari fram 2021?
- janúar. 20. 2021 | 07:00 Haraldur Júlíusson látinn
- janúar. 20. 2021 | 06:00 GM: 40 ár frá stofnun GKJ