Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG. Photo: Golf 1 Afmæliskylfingur dagsins: Gunnhildur Kristjánsdóttir – 9. nóvember 2014
Það er Gunnhildur Kristjánsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Gunnhildur er fædd 9. nóvember 1996 og því 18 ára í dag!!! Hún er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG) og spilar golf með golfliði Elon í bandaríska háskólagolfinu.
Gunnhildur er glæsilegur kylfingur og hefir vel staðið undir því að hafa verið valin efnilegasti kylfingur Garðabæjar af ÍTG, 8. janúar 2013.
Gunnhildur hefir margoft verið fulltrúi Íslands í mótum erlendis m.a. tók hún þátt í Lalandia Open í Danmörku 2012 og varð í 1. sæti; eins tók Gunnhildur þátt í Irish Girls Open, sem fram fór á golfvelli Roganstown Golf & Country Club, rétt fyrir utan Dublin á Írlandi 20.-21. apríl 2013. Hún varð í 43. sæti af 71 keppanda.
Í júní 2013 setti Gunnhildur m.a. vallarmet á Úthlíðarvelli.
Nú í ár spilaði Gunnhildur á Eimskipsmótaröðinni. Á 1. mótinu á Eimskipsmótaröðinni í ár varð Gunnhildur í 11. sæti af konunum; á því næsta að Hellu varð Gunnhildur í 12. sæti og á Íslandsmótinu í höggleik sem fram fór á Leirdalsvelli varð Gunnhildur í 10. sæti.
Á uppskeruhátíð barna- og unglinga hjá GKG hlaut Gunnhildur verðlaun fyrir framúrskarandi árangur stúlkna, fyrir að hafa verið í fararbroddi unglingsstúlkna í GKG undanfarin ár, fyrir að hafa aftur keppt á Irish Girls Open, og eins fyrir að hafa þá verið komin með golfskólastyrk í Elon háskóla í Bandaríkjunum.
Sjá má eldra viðtal við afmæliskylfinginn með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu Gunnhildar til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Tom Weiskopf, 9. nóvember 1942 (72 ára); Karin Mundinger, 9. nóvember 1959 (55 ára); David Duval, 9. nóvember 1971 (43 ára) ….. og ……
Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024








