Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 10. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Gunnar Jóhannsson og Mike Souchak – 10. maí 2022

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Gunnar Jóhannsson og Mike Souchak.

Souchak fæddist 10. maí 1927 í Berwick, Pennsylvaníu en lést 10. júlí 2008. Hann hefði orðið 95 ára í dag.  Hann spilaði með golfliði Duke í bandaríska háskólagolfinu og var m.a. tekin í íþróttafrægðarhöll háskóla síns 1976. Souchak gerðist atvinnumaður í golfi 1952. Hann sigraði a.m.k. á 19 atvinnumannsmótum á ferli sínum, þ.á.m. 15 sinnum á PGA Tour. Besti árangur Souchak á risamótum var T-3 árangur á Opna bandaríska árin 1959 og 1960 Souchak flutti frá  Norður-Karólínu til Flórída, árið 1970 og varð aðalgolfkennari við Innisbrook Resort and Golf Club í Palm Harbor, og bjó í Belleair með eiginkonu sinni, Nancy. Þau eignuðust 4 börn:  Mike, Frank, og Chris Souchak og dótturina Patti Taylor. Barnabörnin voru 5. Souchak rak Golf Car Systems, viðhalds fyrirtæki, ásamt félaga sínum Bill Dodd þar til hann dó úr hjartaáfalli 2008.

Gunnar Jóhannsson er fæddur 10. maí 1982 og á því 40 ára stórafmæli í dag. Hann er í Golfklúbbi Suðurnesja. Hann er kvæntur Erlu Þorsteinsdóttur (2016). Komast má á facebook síðu Gunnars hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með stórafmæið

Elsku Gunnar!!! Innilega til hamingju með 40 ára afmælið!!!

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jimmy Demaret, f. 10. maí 1910 – d. 28. desember 1983); Mike Souchak, (10. maí 1927-10. júlí 2008); Sævar Gestur Jónsson, 10. maí 1955 (67 ára); Atli Þór Elísson, 10. maí 1964 (58 árs); Jarmo Sakari Sandelin, 10. maí 1967 (55 ára); Gunnar Jóhannsson, GS, 10. maí 1982 (40 ára); Tómas Freyr Aðalsteinsson, 10. maí 1983 (39 ára); Darry Lloyd, Sólskinstúr, 10. maí 1989 (33 ára); Sandra Changkija, var á LPGA 2012, 10. maí 1989 (33 ára); Fjörukráin Og Hótel Víking, 10. maí 1990 (32 ára); Þórhallur Arnar Vilbergsson, 10. maí 1994 (28 ára) … og …

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is.