Ragnheiður Jónsdóttir | júlí. 30. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Guðmundur Rúnar Hallgrímsson – 30. júlí 2016

Afmæliskylfingur dagsins er klúbbmeistari GS 2016 Guðmundur Rúnar Hallgrímsson. Guðmundur Rúnar er fæddur 30. júlí 1975 og á því 41 árs afmæli í dag. Hann er jafnframt klúbbmeistari GS 2014 og 2015, sem og mörg undanfarin ár á undan. Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan

Guðmundur Rúnar Hallgrímsson, GS. Mynd: GS

Guðmundur Rúnar Hallgrímsson (41 árs – Innilega til hamingju með afmælið!!!)

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Bergsteinn Hjörleifsson GK, 30. júlí 1962 (54 ára); Graeme McDowell, 30. júlí 1979 (37 ára); Justin Rose, 30. júlí 1980 (36 ára); Nino Bertasion, 30. júlí 1988 (28 ára); Louise Larsson, 30. júlí 1990 (26 ára) ….. og ……

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum til hamingju með stórafmælið sem og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is