Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 20. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Fredrik Anderson Hed – 20. febrúar 2022

Afmæliskylfingur dagsins er sænski kylfingurinn Fredrik Anderson Hed. Hann var fæddur 20 febrúar 1972, í Halmstad, Svíþjóð og hefði því átt 50 ára stórafmæli í dag, en hann lést 24. október á síðasta ári (2021), úr krabbameini.   Ekkja Fredrik er Anna, en þau voru gift í 17 ár (þ.e. giftust 2004) og eignuðust 2 börn: Viggo og Molly. Fredrik gerðist atvinnumaður í golfi fyrir 30 árum (1992) og á ferli sínum sigraði hann í 3 atvinnumannsmótum: 2 mótum á Áskorendamótaröð Evrópu; þ.e. Toyota Danish PGA Championship (árið 1993) og Le Touquet Challenge de France (2000) og einu sinni á Evróputúrnum þ.e. BMW Italian Open (2010).

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Murle Breer, 20. febrúar 1939 (83 árs); Stewart MurrayBuddy“ Alexander 20. febrúar 1953 (69 ára); Leonard C Clements, 20. febrúar 1957 (65 ára); Hilmar Theodór Björgvinsson 20. febrúar 1961 (61 árs) Erlingur Arthúrsson, GHG, 20. febrúar 1961 (61 árs); Charles Barklay, 20. febrúar 1963 (59 ára); Jeff Maggert, 20. febrúar 1964 (58 ára); Þórður Vilberg Oddsson, 20. febrúar 1966 (56 ára); Hermóður Sigurðsson, 20. febrúar 1971 (51 árs); Fredrik Anderson Hed, f. 20. febrúar 1972 – d. 24. október 2021 (50 ára);  Yeh Wei-tze, 20. febrúar 1973 (49 ára); Caroline Afonso, 20. febrúar 1985 (37 ára) á LET; Theodór Emil Karlsson, 20. febrúar 1991 (31 árs) … og ….

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is