Ragnheiður Jónsdóttir | október. 17. 2016 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ernie Els ————— 17. október 2016

Afmæliskylfingur dagsins er Ernie Els. Ernie fæddist í Jóhannesarborg, Suður-Afríku, 17. október 1969 og er því 47 ára í dag. Hann vann e.t.v. stærsta sigur sinn á golfvellinum 2012 þegar hann vann Opna breska í annað sinn, en það hefir hann gert á 10 ára fresti 2002 og 2012 Sjá má kynningu Golf á afmæliskylfingnum með því að smella á eftirfarandi:

Els 1Els 2 Els 3 Els 4 Els 5 Els 6 Els 7

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Blaine McCallister, 17. október 1958 (58 ára) ….. og ….. Sigfús Ægir Árnason (62 ára); Stefán S Arnbjörnsson (57 ára)

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is