
Afmæliskylfingur dagsins: Ernie Els – 17. október 2011
Einhver vinsælasti kylfingur okkar tíma, Ernie Els, maðurinn með mjúku sveifluna á afmæli í dag – er 42 ára. Ernie er oft uppnefndur „The Big Easy“ vegna hæðar sinnar, en hann er með hávaxnari kylfingum á túrnum, 1,91 m á hæð.
Ernie gerðist atvinnumaður í golfi 1989 og hefir á löngum og farsælum atvinnumannsferli sínum sigrað 64 sinnum, þ.á.m. 18 sinnum á PGA, 26 sinnum á Evróputúrnum, 1 sinni á japanska PGA, 16 sinnum á Sólskinstúrnum og 14 sinnum í öðrum mótum. Þar af hefir Ernie þrívegis unnið risamót; þ.e. 1994 og 1997 US Open og 2002 á Opna breska.
Ernie var nú í ár, 2011, tekinn í frægðarhöll kylfinga.
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Blaine McCallister, f. 17. október 1958 (53 ára).
Ef þið viljið koma að stuttri afmælisgrein um kylfing, sem þið þekkið endilega hafið samband við golf1@golf1.is
- apríl. 16. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ingi Rúnar Birgisson – 16. apríl 2023
- apríl. 15. 2023 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (15/2023)
- apríl. 15. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Gerða Hammer og Finnbogi Haukur Alexandersson – 15. apríl 2023
- apríl. 14. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hlín Torfadóttir —— 14. apríl 2023
- apríl. 13. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Jónína Ragnarsdóttir – 13. apríl 2023
- apríl. 12. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Björg Egilsdóttir – 12. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 17:00 Masters 2023: Ný met Mickelson á Masters
- apríl. 11. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Ágúst Elí Björgvinsson – 11. apríl 2023
- apríl. 11. 2023 | 09:00 Masters 2023: Nokkrar skemmtilegar staðreyndir um Masters
- apríl. 10. 2023 | 20:00 25.000 fréttir skrifaðar á Golf1
- apríl. 10. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elín Illugadóttir —-– 10. apríl 2023
- apríl. 10. 2023 | 13:00 Masters 2023: Jon Rahm: „Þessi var fyrir Seve“
- apríl. 10. 2023 | 00:20 Masters 2023: Sam Bennett hlaut silfurbikarinn
- apríl. 9. 2023 | 23:00 Master 2023: Jon Rahm sigraði!!!
- apríl. 9. 2023 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Hörður Hinrik Arnarson – 9. apríl 2023