Afmæliskylfingur dagsins: Erica Blasberg —– 14. júlí 2014
Afmæliskylfingur dagsins er kylfingurinn Erica Blasberg. Erica var fædd í Orange, Kaliforníu, 14. júlí 1984 og hefði átt 30 ára stórafmæli í dag, en hún dó langt um aldur fram fyrir 4 árum, 9. maí 2010. Dauðsdagi hennar þótti dularfullur, m.a. vegna aðkomu heimilislæknis hennar, sem talið var að hún hefði átt í ástarsambandi við. Læknirinn hlaut m.a. dóm fyrir að fjarlægja sjálfsmorðsbréf og lyf, sem voru við lík Ericu. Við rannsókn kom í ljós að hún hringdi margoft í lækni sinn nóttina sem hún dó, en hann svaraði ekki hringingum hennar, heldur fór seint um síðir heim til hennar og fann hana að eiginn sögn látna. Úrskurðað var að hún hefði framið sjálfsmorð.

Erica Blasberg
Erica ólst upp í Corona og var í Corona High í Kaliforníu, þar sem hún lék m.a. í strákagolfliðinu vegna þess að ekkert stúlknalið var í skólanum. Á háskólaárum sínum spilaði hún í 2 ár með golfliði Arizona, en ákvað síðan 2004 að gerast atvinnumaður í golfi. Fyrst spilaði hún á Futures mótaröðinni, þar sem hún átti að baki 1 sigur, á Laconia Savings Bank Golf Classic, 2004. Árið 2005 komst hún á LPGA. Henni gekk illa á LPGA, sigraði aldrei á mótaröðinni og var það m.a. þáttur í að hún svipti sig lífi.
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Claude Harmon, f. 14. júlí 1916 – d.23. júlí 1989, Lee Elder, 14. júlí 1934 (80 ára stórafmæli!!!); Joyce Benson, 14. júlí 1949; Brett J. Ogle, 14. júlí 1964 (50 ára stórafmæli!!! – Leikur á Ástral-Asíu túrnum); Jack Kay Jr., 14. júlí 1964 (50 ára stórafmæli – leikur á kanadíska PGA); John Maginnes, 14. júlí 1968 (46 ára) ….. og ……
Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
