Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 19. 2019 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Elías Magnússon – 19. apríl 2019

Það er Elías Magnússon, sem er afmæliskylfingur dagsins. Elías er fæddur 19. apríl 1939 og á því 80 ára merkisafmæli í dag! Mörgum er Elías að góðu kunnur því hann starfar sem ræsir hjá Golfklúbbnum Keili og er þar að auki stórgóður kylfingur. Komast má á síðu afmæliskylfingsins hér fyrir neðan til þess að óska honum til hamingju með daginn:


Elías Magnússon (80 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!)

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag: Páll Sævar Guðjónsson, 19. apríl 1970 (49 ára); Valtýr Auðbergsson, 19. apríl 1976 (43 ára); Matteo Manassero, 19. apríl 1993 (26 ára); Kirsuberjatréð Íslensk Hönnun, 19. apríl 1994 (25 ára STÓRAFMÆLI) …. og ….

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is