Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 5. 2011 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Einar Haukur Óskarsson – 5. nóvember 2011

Það er Einar Haukur Óskarsson, vallarstjóri GOB, sem er afmæliskylfingur dagsins. Einar Haukur er fæddur 5. nóvember 1982 og er því 29 ára. Hann byrjaði að spila golf 12 ára gamall. Einar Haukur lærði golfvallarfræði í Elmwood College. Meðal afreka hans í golfinu er að sigra á 3. stigamóti íslensku mótaraðarinnar 2009. Eins fékk Einar Haukur silfrið á Íslandsmeistaramótinu eftirminnilega í holukeppni 2009, eftir æsilegan úrslitaleik við Kristján Þór Einarsson, GKJ. Nú nýlega sigraði afmæliskylfingurinn okkar í höggleik á 2. móti Eccomótaraðar GS, 16. október 2011, spilaði Leiruna á glæsilegum 70 höggum.

Golf 1 óskar Einari Hauki innilega til hamingju með afmælið!

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Helga Braga, leikkona (þátttakandi Artist Open golfmótsins); 5. nóvember 1964; Marco Crespi, 5. nóvember 1978 (33 ára), Valþór Andreasson, GSG, 5. nóvember 1980 (31 árs).

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is