Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 12. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Desmond John Smyth – 12. febrúar 2023

Afmæliskylfingur dagsins er Desmond John Smyth. Hann er fæddur 12. febrúar 1953 í Drogheda, County Louth, á Írlandi og fagnar því 70 ára merkisafmæli í dag.  Hann gerðist atvinnukylfingur 1974. Smyth sigraði 2 sinnum á PGA og 8 sinnum á Evróputúrnum og alls 26 sinnum á ferli sínum. Smyth er sá eini sem sigrað hefir á Evróputúrnum á 4 ólíkum áratugum (1979 -2001). Smyth á son, Greg, sem var garðyrkjunemi við IT Blanchardstown. Greg vann 8. stærsta lottópott Írlands €9,426,636 (u.þ.b. 1.7 milljarð) þann 13. ágúst 2008. Besti árangur Des í risamóti var T-4 árangur í Opna breska árið 1982. Des Smyth spilaði fyrir lið Evrópu í 2 Ryderum 1979 og 1981 var þar að auki varafyrirliði liðs Evrópu undir stjórn Ian Woosnam, í Rydernum 2006.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Gudrun Larusdottir, f. 12. febrúar 1942 (81 árs); Hjörtur Lárus Harðarson, 12.febrúar 1951 (72 ára); Anna Snædís Sigmarsdóttir,  GK, 12. febrúar 1962 (61 árs); Tadahiro Takayama, 12. febrúar 1978 (45 ára); Shiv Kapur, 12. febrúar 1982 (41 árs); Lejan Lewthwaite, 12. febrúar 1991 (32 ára); Regan De Guzman (filipseyskur kylfingur á LPGA – 31 árs) ….. og…..

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is