Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 13. 2017 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Davis Love III ——- 13. apríl 2017

Það er fyrirliði Bandaríkjanna í Rydernum 2016 Davis Milton Love III sem er afmæliskylingur dagsins. Love III er fæddur í Charlton, Norður-Karólínu 13. apríl 1964 og á því 53 ára afmæli í dag. Hann fæddist daginn eftir að pabbi hans Davis M Love Jr. lauk við lokahring sinn í Masters-mótinu 1964, en pabbi hans var golfkennari og atvinnumaður í golfi og móðir hans, Helen, lágforgjafarkylfingur.

Love III gerðist atvinnumaður í golfi 1985, sem sagt 21 árs. Á ferli sínum hefir hann sigrað í 36 mótum þar af 20 á PGA Tour. Besti árangur hans í risamótum kom 1997 þegar hann sigraði í PGA Championship.

Love III er hin síðari ár best þekktur fyrir að hafa verið fyrirliði bandaríska Ryder Cup liðsins, sem tapaði 2012 á heimavelli í Medinah, í Chicago. Illinois þegar liði Evrópu tókst með undraverðum hætti að sigra á lokadeginum, þannig að enn er talað um „kraftaverkið í Medinah.“ Nú hann fékk annað tækifæri 2016 og stýrði þá sigurliði Bandaríkjanna.

Love III er kvæntur eiginkonu sinni Robin og saman eiga þau dótturina Alexiu Davis IV.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Charloette Cecilia Leitch, (f. 13. apríl 1891– d. 16. september 1977- Einn fremsti kvenkylfingur Breta); Marilynn Smith, 13. apríl 1929 (88 ára); Sigurgeir Marteinsson, GK, 13. apríl 1949 (68 ára); Lára Valgerður Júlíusdóttir, 13. paríl 1951 (66 ára); Jónína Ragnarsdóttir, 13. paríl 1953 (64 ára);  Anna Laufey Sigurdardóttir, 13. apríl 1962 (55 ára); Pelle Edberg, 13. apríl 1979 (38 ára); Hannah Yun 13. apríl 1992 (25 ára) … og …

Golf 1 óskar öllum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með stórafmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is