Ragnheiður Jónsdóttir | september. 8. 2012 | 13:00

Afmæliskylfingur dagsins: Daníel Wünsche – 8. september 2012

Það er þýski kylfingurinn Daníel Wünsche, sem er afmæliskylfingur dagsins. Daníel er fæddur 8. september 1985 og á því 27 ára afmæli í dag. Hann er frá Friedrichshafen í Þýskalandi.

Daníel byrjaði að spila golf 12 ára en hefir spilað á EPD Tour ásamt þeim Stefáni Má Stefánssyni, GR og Þórði Rafni Gissurarsyni, GR í ár og eins á einstaka móti á Áskorendamótaröðinni. Heima í Þýskalandi er Daníel í golfklúbbnum í Gliching, rétt fyrir utan München, en var áður í Mannheim- Viernheim golfklúbbnum, enda fluttist Daníel til Gliching 2008 þegar hann gerðist atvinnumaður í golfi.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is