Afmæliskylfingur dagsins: Dan Halldorson —- 2. apríl 2022
Það er Vestur-Íslendingurinn Dan(íel Albert) Halldorsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Dan fæddist 2. apríl 1952 í Brandon nálægt Gimli, í Manítóba, Kanada og hefði því átt 70 ára merkisafmæli í dag, en hann lést úr hjartaáfalli á heimili sínu í Illinois, Bandaríkjunum, 18. nóvember 2015.
Dan Halldorson er eini einstaklingurinn, sem vitað er um, sem á ættir að rekja til Íslands og hefir sigrað á PGA Tour móti. Það var árið 1980, en þá sigraði Dan á Pensacola Open í Flórída eftir mikinn slag við Tom Kite, sem þá var fremsti kylfingur þess tíma. Fyrir sigurinn hlaut Dan $36.000,- og endaði Dan í 36. sæti á peningalista PGA Tour það ár. Eins sigraði Dan á óopinbera PGA Tour mótinu, Deposit Guaranty Golf Classic, árið 1986.
Afi Dan var Skapti Sæmundur Halldórsson, sem ólst upp á Íslandi til 17 ára aldurs en fluttist þá til Kanada. Forldrar Dan voru Dagbjartur Halldorson og Allice Fitch, sem bæði eru látin. Eftirlifandi eiginkona Dan er Patricia og eignuðust þau tvö börn: Angelu og Mark. Dan á 3 barnabörn.
Dan ólst upp í Sandy Hook, sem er annar bær í Manítóba, nærri Gimli. Þar vann hann sem vallarstjóri á Sandy Hook golfvellinum. Hann var ekki háskólagenginn; gerðist atvinnumaður í golfi 19 ára, árið 1971. Hann spilaði á kanadísku PGA mótaröðinni 1973, þar sem hann sigraði 7 sinnum og var kominn á PGA Tour 1975 og var með högglengstu kylfingum þar, kringum 1980.
Alls spilaði Dan í 440 mótum á PGA Tour á árunum 1975-2004 og eins spilaði hann í 3 af 4 risamótum golfsins (Opna breska var það eina sem hann spilaði ekki í). Besti árangur Dan í risamóti var 16. sætið á PGA meistaramótinu árið 1982. Besti árangur hans á Opna bandaríska var 40. sætið 1988. Hann tók þátt í Masters 1981, en náði ekki niðurskurði. Eins spilaði Dan á Champions Tour (öldungamótaröð PGA Tour) – árið 2002, eftir að hann varð 50 ára. Samtals vann hann sér inn um $1,3 milljónir.
Einnig innanlands, í Kanada, skaraði Dan fram úr. Auk 7 sigra á kanadísku PGA mótaröðinni, sem áður er minnst á var hann t.a.m. tvívegis í sigurliði Kanada í World Cup, árin 1980 og 1985 og tók alls 7 sinnum þátt með liði Kanada. Dan var valinn kylfingur ársins í Kanada árin 1981 og 1983. Hann varð síðar aðstoðarframkvæmdastjóri kanadísku mótaraðarinnar og útnefndur lífstíðarmeðlimur árið 2005. Hann var kjörinn í frægðarhöll kanadíska golfsins árið 2002 og Íþróttarfrægðarhöll Manitoba árið 2007. Hann starfrækti golfvallarhönnunarfyrirtæki með fyrrverandi PGA Tour kylfingnum Mike Morley. Loks skrifaði Dan einnig golfkennslubók.
Dan Halldorson bjó síðustu ár sín ekki í Kanada, heldur í Cambridge, Illinois, í Bandaríkjunum, þar sem hann lést.
Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Johnny Golden (2. apríl 1896 – 27. janúar, 1936); Ayako Okamoto, 2. apríl 1951 (71 árs); Dan Halldorson, 2. apríl 1952 (70 ára); Hildur Harðardóttir, 2. apríl 1961 (61 árs); Þorvaldur Hilmarsson, 2. apríl 1965 (57 ára); Örn Hafsteinsson, 2. apríl 1965 (57 ára); Rory Sabbatini, 2. apríl 1976 (46 ára); Shane Lowry, 2. apríl 1987 (35 ára) …. og …
Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
