Afmæliskylfingur dagsins: — Dakoda Dowd — 3. apríl 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Dakoda (Koda) Flowie Dowd. Dakoda fæddist 3. apríl 1993 og á því 20 ára stórafmæli í dag. Þann 27. apríl 2006, fyrir 7 árum síðan 24 dögum eftir 13 afmælisdag sinn varð hún yngst til þess að keppa í LPGA móti. Aldursmet hennar stóð aðeins í 1 ár, þegar Lexi Thompson komst í gegnum úrtökumót og lék á US Women´s Open risamótinu, aðeins 12 ára ung.
Koda, sem býr í Palm Harbor í Flórída vann meira en 185 titla í unglingamótum. Árið 2006 var hún nr. 1 meðal 12 ára kylfinga í Bandaríkjunum (þ.e. þeirra sem eru í 6. bekk). Í júní 2008 valdi Golfweek hana meðal 231 fremstu kvenungkylfinga.
Í mars 2006 hlaut Dowd boð styrktaraðila til þess að spila á 1. Ginn Open mótinu á LPGA eftir að athygli fortjóra Ginn Clubs & Resorts, Bobby Ginn, hafði verið vakin á sögu í The Tampa Tribune um Kelly Jo Dowd, móður Koda. Kelly Jo barðist við krabbamein og draumur hennar var að sjá dóttur sína spila í LPGA móti. Eftir að Bobby Ginn bauð Koda að spila í mótinu vakti þátttaka hennar umtalsverða athygli fjölmiðla og mikill fjöldi áhorfenda fylgdist með henni. Henni gekk vel á fyrsta hring, spilaði á 2 yfir pari, 74 höggum. Seinni daginn gekk verr hún var á 82 höggum eða 10 yfir pari og komst ekki í gegnum niðurskurð, varð í 156. sæti af 162 keppendum, sem voru henni gríðarleg vonbrigði, enda ekki smá pressa á öxlum 13 ára stelpu.
Árið 2007 reyndi Koda að komast á US Women´s Open en komst ekki í gegnum 2. stig úrtökumótsins.
Móðir Koda, Kelly Jo dó úr krabbameini 24. maí 2007. Hér má sjá myndskeið um afmæliskylfinginn Koda Dowd SMELLIÐ HÉR:
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Dorothy Germain Porter, 3. apríl 1924; Marlon Brando, 3. apríl 1924; Rod Funseth, 3. apríl 1933; Sandra Spuzich, 3. apríl 1937 (LPGA kylfingur); David Moreland IV, 3. apríl 1968 (45 ára).
Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

