Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2013 | 12:00

Afmæliskylfingar dagsins: Dagur Ebenezers og Tómas Hallgríms – 1. október 2013

Það eru Tómas Hallgrímsson og Dagur Ebenezersson, sem eru afmæliskylfingur dagsins.

Tómas er fæddur 1. október 1963 og á því 50 ára merkisafmæli í dag. Hann er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Tómas hefir tekið þátt í fjölda opinna móta m.a. marsmótinu í Sandgerði nú í ár og hefir staðið sig vel. Tómas er með 16,7 í forgjöf.

Tómas Hallgrímsson, GR.

Tómas Hallgrímsson, GR.

Komast má á facebooksíðu Tómasar til þess að óskar honum til hamingju með merkisafmælið hér að neðan:

  • Tómas Hallgrimsson · (50 ára – Innilega til hamingu með afmælið!!!)
    Dagur er fæddur 1. október 1993 og á því 20 ára stórafmæli í dag. Hann er afrekskylfingur í Golfklúbbnum Kili og spilaði m.a. á Eimskipsmótaröðinni í sumar. Golf 1 tók  fyrir nokkru viðtal við Dag sem sjá má með því að SMELLA HÉR:

Komast má á facebooksíðu Dags til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan:

Dagur Ebenezersson (20 ára – Innilega til hamingju með daginn!!!)
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  George William Archer f. 1. október 1939 – d. 25. september 2005; ….. og …….

Golf 1 óskar afmæliskylfingunum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is