Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 13. 2022 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Curtis Thompson – 13. desember 2022

Afmæliskylfingur dagsins er Curtis Thompson. Hann er fæddur 13. desember 1992 og á því 30 ára stórafmæli í dag. Hann er bróðir LPGA kylfingsins Lexi Thompson.  Curtis spilaði í bandaríska háskólagolfinu með liði Louisiana State háskóla. Hann er nú á Korn Ferry Tour og á í beltinu einn sigur þar á Evans Scholars Invitational. árið 2020. Eiginkona Curtis heitir Julie og þau búa á Boynton Beach, í Flórída.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jackie Pung frá Hawaii, f. 13. desember 1921 – d. 15. mars 2017;Thomas G. Shaw, f. 13. desember 1938 (84 ára); Lotta Wahlin, 13. desember 1983 (39 ára); Sakura Yokomine (横峯さくら f. 13. desember 1985 (37 ára); Sun Young Yoo (유선영) 13. desember 1986 (36 ára); Ricky Fowler, 13. desember 1988 (34 ára); Matt Atkins, 13. desember 1990 (32 ára); Curtis Thompson, (bróðir Lexi), 13. desember 1992 (29 ára); Finnbogi Steingrímsson, GM, 13. desember 2001 (21 árs);  ( Skæs Skart (55 ára) …. og ….

Golf 1 óskar afmæliskylfingunum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is