Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2011 | 14:00

Afmæliskylfingur dagsins: Cristie Kerr – 12. október 2011

Cristie Kerr fæddist í Miami, Flórída, 12. október 1977 er því 34 ára í dag. Hún byrjaði að spila golf 8 ára og við 12 ára aldurinn var forgjöf hennar komin niður í 2. Cristie útskrifaðist frá Miami Sunset High School í West Kendall 1995.

Árið 1996 gerðist hún atvinnumaður í golfi og lék bæði á Futures túrnum og Players West-túrnum. Fyrsta sigur sinn sem atvinnumaður vann hún á Ironwood Futures Classic-mótinu árið 1996. Síðla árs 1996 var hún jöfn öðrum í 6. sæti í LPGA Final Qualifying Tournament (Q-school) og fekk undanþágu til að spila í LPGA-mótaröðinni, árið 1997.

Ferill hennar á LPGA-mótaröðinni byrjaði hægt. Það tók hana 3 ár að ná að verða meðal topp 50 á peningalistanum. Árið 2002 vann hún í fyrsta sinn á LPGA-mótaröðinni, þ.e. í Long Drugs Challenge. Í dag hefir Cristie Kerr unnið 14 sigra á LPGA-mótinu og 18 sigra alls, sem atvinnumaður, þar af 2 risamót: US Women´s Open 2007 og LPGA Championship 2010.

Cristie hefir verið 4 sinnum í Solheim Cup liði Bandaríkjanna 2002, 2003, 2005 og nú síðast 2011, þegar hún varð að gefa leik sinn í tvímenningnum sælla minninga vegna úlnliðsmeiðsla.

Cristie hefir beitt sér mikið fyrir stuðningi við krabbameinsrannsóknir. Cristie er gift viðskiptajöfrinum Eric Stevens (frá árinu 2006) og búa þau í Scottsdale, Arizona.

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.: Sally Little, f. 12. október 1951 (60 ára); Stephen Brent Lowery, f. 12. otkóber 1960 (51 ára); Larry Silveira, f. 12. október 1965 (46 ára) og  Becky Iverson, f. 12. október 1967 (44 ára).

Ef þið vitið um afmælisdag einhvers kylfings og viljið koma að stuttri afmælisgrein um hann hér á Golf 1 endilega hafið samband í golf1@golf1.is