Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 23. 2023 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Colin Montgomerie – 23. júní 2023

Afmæliskylfingur dagsins er Colin Montgomerie. Hann er fæddur 23. júní 1963 og er því 60 ára í dag.

Monty eins og hann er oft kallaður á metið i því að vera efstur á stigalista Evrópumótaraðarinnar 8 ár, þar af 7 ár í röð þ.e. á árunum 1993-1999. Monty hefir unnið samtals 40 sinnum á atvinnumannsferli sínum, þar af 31 sinnum á Evrópumótaröðinni, sem kemur honum í 4. sæti yfir þá sem unnið hafa flesta titla á þeirri mótaröð.

Monty er einn þeirra sem aldrei hefir unnið risamótstitil og olli það nokkrum deilum þegar hann var þrátt fyrir það tekinn í frægðarhöll kylfinga 2013.

Á móti kemur að Ryder Cup ferill Monty er með þeim glæsilegri (20-9-7) en hann hefir tekið þátt 8 sinnum með liði Evrópu og var fyrirliði sigurliðs Evrópu 2010. Hann komst ekki í Ryder Cup lið Nick Faldo 2008, en Faldo er sá eini (með 1,5 stiga forskot) sem er með betri árangur en Monty í Rydernum.

Monty hefir alltaf þótt mikill kvennamaður og hefir í gegnum tíðina allt eins verið í fréttum golffréttamiðla fyrir það og íþróttafrek sín. Hann var kvæntur Eimear Wilson (1990-2006) og á með henni 3 börn: Olivia, Venetia og Cameron. Síðan var Monty kvæntur Gaynor Knowles (2008-), en þau eru nú skilin að skiptum.

Nokkuð sérstakt við Monty er að hann er flughræddur og reynir alltaf að keyra ef hann kemur því við fremur en að fljúga.

Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Ben Sayers, 23. júní 1856; Samuel McLaughlin Parks, Jr., 23. júní 1909; Lawson Little, 23. júní 1910; Flory Van Donck, 23. júní 1912 (hefði átt 111 ára afmæli); Kári Sölmundarson,GO, 23. júní 1970 (53 ára); David Howell, 23. júní 1975 (48 ára); Roberto Castro, 23. júní 1985 (38 ára); Snaya. Snædis Thorleifsdottir, Arnór Harðarson 23. júní 1997 (26 árs).….. og ……

Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is